fæðing og fleira

Jæja, nú er litli gaurinn minn fæddur, hann Magga og Hebu sonur. Innilega til hamingju með prinsinn elskurnar mínar. Hann fæddist reyndar í nótt kl. 0300 og allt í þessu fína.
Ég bíð bara svakalega spennt eftir myndum… Maggi þú ert ekki að standa þig!

Annars er bara sól og blíða hér í Sólarborginni okkar og alls ekkert veður til að lesa undir próf. En common ég hef 5 daga, hvað stress er þetta…?

Helgin var geggjuð, 17. júni haldin í Sönderparken og notuðu þau Begga og Finnur tækifærið og skírðu sinn prins. Veðrið var super og bara allt svo frábært. Um kvöldið var svo djammað á Loftinu undir undirleik Evu Karlottu. Not bad.

Annars er ég bara frekar lukkuleg þessa dagana, þrátt fyrir óreglu og kæruleysi. Held að sólin fari svona vel í mig. Svala og ég kíktum á ströndina í gær, og svo kom Aldís seinna, en hún er í Bustikkerens handboltaskóla þessa vikuna og leyðist það ekki.
Sjórinn er orðin baðhæfur en samt í kaldara lagi, ég treysti mér allavega ekki alla leið. En Svala endaði á kafi.

Áðan grilluðum við úti með nágrönnunum og svo kíktu þau upp til okkar í kaffi því það blés heldur leiðinlega úti þegar sólin var næstum horfin.

Ekki á morgun heldur hinn er líka grillveisla, held að það sé í Vester Sottrup (hef ekki farið þangað áður), en það verður örugglega líka fínt, allavega spáð góðu veðri.
Það er líka frekar nauðsynlegt að taka pásur inn á milli í prófalestri i góðum félagsskap.

Annars er búið að lappa hjólið mitt og já, kannski er það m.a. ástæðan fyrir hamingjunni.
Musculus gluteus maximus (rassvöðvinn) á hægri uppleið aftur (kannksi tálsýn) og orkan öll að koma. Annars er ég búin að vera sæmilega dugleg á línuskautunum upp á síðkastið, I love it… sérstakelga þegar það er sól og mjög heitt og ég stend á öndinni vegna hitans og svitans sem rennur oní kok!

En það er samt eitt sem skyggir á gleðina, það eru “#%$5$& mávarnir. Pólskgifti karlinn á neðstu hæðinni fóðrar alltaf þessi kvikindi með reglulegu millibili og á sunnudagskvöld fór hann út með 2 hjólbörur fullar af matarleifum eftir helgina. Kl. 0407 vakanði eg með andfælum við að fuglarnir voru að fagna pólska matnum eða berjast um hann. Ég missti mig alveg, æddi svefndrukkin um alla íbúð í leyt að grjóti til að kasta í þá. Fann nátturulega ekkert grjót.
Ég íhuga alvarlega að kaupa rottueitur. Það yrði fögur sýn að sjá 9147 hvítar hrúgur í garðinum daginn eftir, þöglar og hreyfingarlausar. Ég myndi sjálf hirða þær upp, sjóða í stóra enska pottinum frá ömmu og bjóða pólskgifta karlinum í mat.

Verð að hætta þessum pirringi þar sem hann snýr mér í of marga hringi.

Best að ég hringi bara í Magga og fái nákvæma skýrlsu yfir daginn.

Njótið lífsins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *