Sitt lítið afhverju?

Að mínu leyti er ég rosalega ánægð að þurfa ekki að fara á kommunu traktor í skólann. Þá þyrfti ég að leggja af stað 20 mín. fyrr.

Jólaundirbúningurinn… viljiði lesa e-ð um hann??? Ok ekkert búið að baka, ekkert búið að þrífa, næstum búið að skrifa jólakort (sama ástand og fyrir um 2 vikum), jólagjafirnar farnar að leggjast í höfn og jólaskrautið liggur útum allt allsstaðar. Í rauninni erfitt að sjá hvort það sé á sínum stað eða á annarsmanns stað.
En vá, e-ð af þessu hefst, og í versta falli komum við að hálfskreyttri íbúðinni í rúst eftir áramót.

Var að tala við köbenháfnarna í gær og í dag. Búið að bjóða í skötu, og frímiðar í jólativoli liggja tilbúnir. Auk þess að hitta köbenhávnsku fjölskylduna, hittum við líka hálfa móðurfjöskylduna mína. Þannig að það er mikil tilhlökkun í gangi.

En fyrst verður þessi önn að hálfklárast. Verð að segja ykkur… hrikalega montin… Palle, kennarinn minn í sygepleje, notaði eitt verkefnið mitt í dag til að tengja við teoretikarann Katie Eriksson af því að það var svo “relevant”(mikilvægt eða e-ð) í sambandi við akkurat hana og hennar kenningar um “lidelse” (að líða).

Á laugardaginn bakkaði ég á einhverja bíldruslu sem rann saman við umhverfið og þoldi greinilega ekki smá skúbb. Að sjálfsögðu lét Hondan ekki svona smámuni á sig fá… en hinn rifnaði bara næstum í sundur!!! Fín ábót svona í jólaeyðslunni.
Á miðvikudaginn bakkaði bekkjarsystir mín á bíl og stórskemmdi hann og stakk af með 2 farþega… á upplýsingasjónvarpinu í skólanum er búið að standa síðan fyrir helgi… hver bakkaði á bíl ljósmóðurinnar Kirs…. þann 30.11.?
Og það stendur þar enn… er hægt að vera svona vönuð… ef hún meldar sig ekki á morgun þá melda ég hana.

Áðan var æfingarleikur hjá Aldísi útí Augustenborg. Við Svala skelltum okkur, svona til að vera svoldið aktiv fjölskylda útávið. En það skemmtilegasta í leiknum var þegar Aldís skoraði mark… það skeður nánast aldrei vegna þess að hún er markvörður. En þær fengu víti og þjálfarinn kallaði á Aldísi og lét hana taka það. Og fröken flottust skoraði að sjálfsögðu. Ég sá brosið hennar aftanfrá.

Hvað langar mig í jólagjöf?

Á morgun er 4ja tíma þema um dauðann í skólanum. Förum í heimsókn á sjúkrahúsið og skoðum allt í sambandi við dauðann. Gæti verið að ein bekkjarsystir mín fari að gráta, því hún þekkir eina sem hefur misst fóstur. Bekkjarfélagar mínir eru frekar lítríkt lið… og frekar hentugt að þeir skilji ekki íslensku… Það eru svona gegnsæar týpur þarna, gráttýpur, útlendingar sem eru öðruvísi, týpur sem tala um megrurnarkúra og kílo í flestum frímínútum, týpur sem læra hjúkrun til að þjóna guði og hans vinum, og týpur sem þekkja ekki sinn eigin aldur. Svo eru skemmtilegar týpur þarna og klárar týpur og fallegar týpur og þess vegna eru þær týpur vinir mínir.

OMG hvað ég orðin þreytt á að versla stórt inn og geyma allt sem er ekki ísskápslífsnauðsynlegt í eldhúsglugganum, vegna þess að það er alls ekki pláss í ísskápnum eða eldhússkápunum. Í fyrradag spurði Aldís mig afhverju ég geymdi stígvélin mín upp í skáp… (þar sem stígvél eiga alls ekki heima)? Juuu það er eina mögulega plássið í íbúðinni fyrir utan gólfið sem sést sjaldan.

Verð að muna:
Að ég er ekki komin í jólafrí og skólinn er enn á fullu
Að jólin eru á næsta leyti
Að versla inn svo hægt sé að baka smákökur þegar andinn og tíminn rekur skyndilega inn nefið
Að hugsa um e-ð annað en jólin

Kærlegar kveðjur

One Response to “Sitt lítið afhverju?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *