the last blog fyrir islandsferd

Jæja, þá er komið að líklega síðasta bullinu fyrir íslandsför og ég ekki enn komin í sumarfrí… Þetta ætlar engann enda að taka held ég. Var í prófi í líffærafræði í gær og gekk þrusuvel, prófið mikið erfiðara en við bjuggumst við og ég lítið lesin vegna sólar. En kom samt út með 9 ásamt 2 öðrum og bara einn hærri með 13. Restin var undir. Þannig að ég er sátt.

Svo er síðasta prófið (næringarfræði) á fimmtudaginn og ég ekki að nenna að lesa, ætla samt upp í Haderslev á morgun og lesa með einni bekkjarsystur minni og bróðir.

Sólín er búin að baka okkur inn að beinum undanfarna daga og er spáð áframhaldandi blíðu í stríðu.
Á sunnudaginn fórum við á Kærneland ströndina (svona til að komast allavega einusinni á þessu sumri) ásamt Stebba, Beggu og dætrum. Það var super fínt og notalegt, þrátt fyrir villimennsku við máltíðina. Grilluðum þennann fína mat og höfðum m.a. kartöflusalat með en enga skeið eða hnífapör, og ekki heldur Stebbi og Begga. Við erum alveg met!

Litli prins Magga og Hebuson dafnar vel að sögn foreldra og eftir myndunum að dæma. Okkur er farið að hlakka þvílíkt til að fá að knúsa hann.
Svo fáum við líka að snúllast með litlu frænku okkar hana Helenu Mist sem ég gæti trúað að sé orðin stærri en við gerum okkur grein fyrir.

Stelpurnar eru farnar að hafa miklar áhyggjur af því að ég er ekki byrjuð að pakka… vilja endilega fá að byrja.. en þar sem mamman vill hafa alla putta í þessu, er ekki enn búið að sækja töskurnar niðrí geymslu. Þær hrúga líka svo miklum óþarfa með, t.d. föt sem eru orðin of lítil, dót sem þær hafa ekki snert í 2 ár o.sv.f.v. Og þar sem við fljúgum með express og skilst að þeir séu þokkalega strangir á yfirvigtinni, verð ég að takmarka farangur verulega.
Þær hafa líka áhyggjur af að missa af lestinni á föstudaginn þar sem við þurfum að mæta svo snemma (0547), en ég færi nú ekki að klikka á því, reyndar búin að lofa að stilla allar klukkur í íbúðinni.

Jú jú auðvitað er okkur farið að hlakka til að fara, margt að gerast á ísnum, en mikið óskaplega eigum við eftir að sakna sumarsins hérna, hjólið mitt, línuskautarnir, ströndin og grillin og Fúsi og sólin og ringriderfesten og vinirnir og VaffelbÃ¥den og pepsi og sjónvarpsdagskráinn… vá ég missti mig…! ok kannski ekki þetta síðastnefnda en samt…

Hugmyndarflugvélin hrapaði þannig að ég píni sjálfa mig ekki mikið lengur.

Megiði bara eiga svakalega gott sumar án og með mér og munið sólarvörn.
Poj poj til mín sjálfrar 😉 á fimmtudaginn og sofið vel í alla nótt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *