Sumir brandarar hafa afleiðingar…
Um daginn var einn læknirinn að hætta hjá okkur. Þetta er læknir sem hefur allt… þrælklár, skemmtilegur (eða auðvelt að skemmta honum), myndarlegur, ótrúlega þolinmóður, manneskjulegur, jákvæður, brosmildur (dó úr hlátri í hvert sinn sem ég sagði twix brandarann og Kermit typpabrandarann, en sagði þá ca. 117sinnum á 6 mánuðum). Eins og áður þá ríkir algjör nafnleynd… en í þetta skipti aðallega svo að Sigfús minn elti hann ekki uppi og kýli. Svona lofsöngur býður upp á að læknirinn verði kýldur kaldur. Það skal þó nefna að umtalaður læknir er með fæðingarblett á vinstri vanga og það vaxa hár útúr honum.
Þessi læknir elskar kökur og nammi og allt hans fer í gegnum magann á honum. Fagmennskan, tilfinningarnar og hversdagsleikinn… uppí munninn og óní maga, beinustu leið! 3 vinnufélögur mínar gáfu honum gjöf síðasta daginn hans. Gjöfin var mynd af þeim… asnaleg mynd! Ég varð fúl yfir að fá ekki að vera með… ég hefði gert myndina miklu skemmtilegri. Þær sögðu að ég yrði bara að toppa myndina. Ég fór í Netto og keypti lakkrísDRAUM frá Freyju. Og tók síðan mynd af mér og skrifaði langt bréf… Þetta var mjög fyndin mynd sko og enn fyndnara bréf.
Ég gerði sko kynþokkafulla mynd… efri partinn get ég ekki sýnt svona opinberlega svo þið fáið bara að sjá sexy fótleggina mína… Og þá kemur að afleiðingum fyndninnar… þessi túss er enn á löppunum á mér… 1 og hálfri viku seinna! Og vorið er að ná hámarki…
Og svo verð ég að deila með ykkur örvinglununum mínum útaf litla yndishvolpinum mínum… Ég fatta hann ekki alltaf! Finnst ótrúlega erfitt að vita nákvæmlega hvernig honum líður… Vill vita það. Get ekki afborið að honum líði öðruvísi en vel.
T.d. hef ég ekki grænan grun um hvernig honum líður þarna. Get ekkert lesið úr svipnum…
Og þarna virðist hann vera dapur en hegðunin gaf annað til kynna. En dapurleikinn skýn í gegn! What to do???
Og þarna… hvað í ósköpunum er hvolpurinn að hugsa? Eða prumpaði Sigfús? Eða var Sigfús að söngla?
Í rauninni í eina skiptið sem ég er 100% örugg… er þegar hann steinsefur! Honum finnst ósköp gott að sofa undir lampa… annaðhvort heldur hann að hann sé hænuungi (þeir eru oft undir ljósi í kjúklingabúum) eða chokkotöffari og vill vera í ljósum en skilur ekki hversu out og óhollt það er. Í kvöld hefur hann sofið stanslaust eftir ofboðslega andlega erfiðan tíma í hvolpaskólanum… jesus, við vorum bæði búin á því. Hundalíf er alvöru vinna skal ég segja ykkur! En yndisleg vinna 🙂