lottokúla

Fyrir löngu síðan erum við komnar til Íslands og tíminn líður og líður. Aðeins örfáum af mínum Íslands-markmiðum hefur verið náð og fjölmörg eru eftir. Við erum búnar að fara í Lommann í 40tugs afmæli og gistum eina nótt. Fallegasti staðurinn á Íslandi breytist náttúrulega aldrei neitt og hver steinn og þúfa á sínum stað.

Á sunnudaginn fórum við upp í Kárahnjúka ásamt tengdamömmu. Það var rosagaman og flott að sjá þetta. Á heimleiðinni ákváðum við að fara niðrí Hrafnkelsdal og sjá fæðingarstað pabba. Ég hef nefnilega aldrei komið þangað en alltaf ætlað mér það svo nú var tækifærið… aðeins 18 km niðrí Hrafnkelsdal! Eftir gamaldagsmalarvegi á Musso jeppanum hans tengdó keyrði ég í loftköstum svona til að spara smá tíma. Niðri Hrafnkelsdal komumst við… þú veist… langþráður draumur. Og eftir þessum blessaða dal var ekið og stóð ég í þeirri góðu trú að þegar þeim dal væri lokið kæmi ég að brekkunni sem liggur til Akureyrar (man ekki hvað hún heitir). Héraðsbúinn sjálfur, gjörsamlega græn, ó nei nei, haldið ekki að við hafi tekið EFRI DALUR sem er líklega einn lengsti dalur á Íslandi. Ég keyrði og keyrði og keyrði í óratíma. En mikið óskaplega var ég feginn þegar ég komst heim yfir að hafa farið þessa leið. Nú þarf ég aldrei að fara hana aftur.

Pabbi var svoldið sár yfir að me´r fannst þessi dalur ekkert spes! Kannski keyrði ég bara of hratt og sá ekki þessa fegurð!

Annars líður mér eins og lottokúlu þessa dagana. Geri mitt besta til að gera fólk hamingjusamt með ósýnilegan glerhjúp utan um mig, allsstaðar rekumst við á hvort annað og erfitt að komast út, eiginlega ómögulegt. Lengra kemst maður ekki nema útí rörið, það er einmit stundin sem við mæðgur höfum það super gott saman og ég laða fram ekta bros hjá sjúklingunum mínum. Ég er lika í rörinu þegar ég er í sundi og syndi og syndi í „i min egen verden“, en hryn svo úr rörinu niðrí kúluna þegar ég keyri löppina í einhvern rollinginn sem er að sniglast á sundbrautinni. Alls engin miskunn. Passið börnin ykkar sundlaugargestir. Það getur líka verið kúlulegt að vera án sín eigins bíls á stað þar sem er lífsnauðsyn að vera á bíl. Línuskautanna og stíganna er líka sárt saknað, var að fatta að það eru eiginlega einustundirnar sem ég er alein með sjálfri mér. Ég hef ekki verið alein síðan ég kom hingað. Voðalega saknar maður þess stundum. En mest af öllu sakna ég betri helmingsins, langar voðalega mikið til að knúsa hann í sundi, synda með honum í Eiðavatninu, hlægja af honum á hestbaki, knúsa hann alla nóttina osv. Það endar líklega með þvi að ég fer að ganga með eggið í buxunum.

það er póstkassi 50 metra frá pósthúsinu… og hann er botnlaus!

Egilsstaðabúar og Fellabúar ganga yrirleitt á móti umferð!

Þegar rignir, held ég alltaf að það sé kviknað einhversstaðar í!

Ég hef ekki séð löggubíl síðan ég kom (kannski læknast ég af löggu/myndarvélarfóbiunni)

Í bónus verður maður að borga akkúrat með kortinu!

Ég hef þvegið og þvegið þvott eins og óð manneskja, þetta er svo ljúft.

Á einhverri stöðinni er verið að endusýna Idol… á þjóðin sér ekkert líf?

Merkilegt en satt.

Kveðja að sinni úr sveitinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *