Við erum komnar heim!!!

Eftir að hafa ferðast í flugi í nokkra klukkutíma í gær, hlustandi á íslenska reggie tónlist, Tracy Chapman og Tue West, keyra svo í tæpa 3 tíma eftir endilangri dejlige Danmark, kom ég að íbúðinni hreinni en nokkru sinni fyrr. Átti brágt með að trúa mínum eigin… Allt skein eins og sól á hvítann flöt og engin rykangann í lofti. Mínum manni tókst að koma mér örlítið á óvart, ég bjóst við hreinni íbúð en ekki svona. Þú ert sko minn maður í orðsins fyllstu merkingu. He hehe ég á hann!!!

Íslandsdvölin var að mörgu leyti stórfín, takk mamma og pabbi. Ég vann og vann ofl. Það var einmitt ekki stórfínt… að vera að vinna svona mikið, man það bara næst að ráða mig í svona ca. 60%vinnu.

Ísland er fallegra en Danmörk í byrjun sumars. Yndislega litfagurt.
Danmörk er fallegra en Ísland á vorin. Líka yndislega litfagurt.

Ísland er yndislegt land, þrátt fyrir botnlausa póstkassa, fólk sem labbar öfugu megin á veginum, ómalbikaða vegi, gjafapappírsleysi í sérverslunum (á Egilsstöðum), beljubragð af mjólkinni, þunglyndi fiðurfés og algjörlega heilalausa útlenska/íslenska mótmælendur.

Einnig komst ég að því að fjarðarbyggðarsauðfé er 15% heimskara en héraðssauðfé.

En mikið ósköp er fallegt á allmörgum stöðum. Við náðum ekki Stóru Urð L en það verður markmið næstu ferðar. En Lommanum, Kárahnjúkum, Fardagafossi, Seyðisfirði og broti úr Neistaflugi náðum við þó. Norðfjörður fékk besta veðrið um verslunarmannahelgina og hefur því aldrei verið fegurri fyrr. En þar labbar fólk… og skýringuna fékk ég á leið útur bænum þegar ég ætlaði að taka olíu á bílinn. Ég fann enga benzinstöð… seinna sagði mér kunnugur að hún væri frekar falin. Verið að stuðla að bættri heilsu Neskara svo að það endi ekki fyrir þeim eins og Seyðfirðingum.

Annars er dagskráin næstu daga mjög í lausu lofti, líklega Esprit í Flensburg á morgun, og pöntun bókra fyrir haustönnina. Sæking bóka niður fyrir grænsen. Verlsun á hjóli sem allra fyrst. Og helst sem minnst vinna.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *