Lífið er bara brandari!

Á RUV um daginn var sýndur þáttur um flotta listakonu sem hélt til á Seyðisfirði á sumrin. Ég man ekki hvað hún heitir eða neitt annað nema að hún fékk aðstöðu í gegnum Björn Roth og að hún sagði að lífið væri bara brandari.

Seyðisfjörður_05

 

 

 

 

 

 

 

 

Síðan þá hef ég notað þessa setningu; „Lífið er bara brandari“, óspart, bæði upphátt og í hljóði. Reyndar er brandarinn misgóður og stundum er hann alveg glataður og engan vegin hægt að hlæja. Ég á enga mynd af ömurlegum brandara, sorry.

IMG_000166

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En dæmi um glataðan brandara er t.d. þegar það hafði verið hringt í mig um daginn og ég svaraði ekki og þá var talað inn á talhólfið. Þegar ég tók hjólið og hjólaði í undirgöngum sjúkrahússins eftir mat, hlustaði ég á talhólfið. Verð að taka það fram að ég hjóla jafnhratt innandyra og utan, sem þýðir að ég hjóla eins og elding! Á fullri ferð hlustaði ég skilaboðin sem voru frá starfskonu í bankanum okkar.

Smá hliðarspor…

Við skiptum um banka í byrjun árs og síðan vorum við „flutt“ í banka í öðrum bæ. Skipti ekki máli þar sem maður fer kannski í bankann ca. annað hvert ár nú til dags. En svo virðist sem nýji bankinn sé mjög persónulegur, heimilislegur og vinarlegur… hann er líka staðsettur útí sveit. Allavega, ég hef aldrei komið inní nýja bankann okkar og sá eini sem ég hef hitt er ungi bankaráðgjafinn okkar (hann flutti og flutti okkur með). Ungi bankaráðgjafinn okkar lítur ca svona út…

"Thor" Los Angeles Premiere - Arrivals

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

…eiginlega synd að fara ekki oftar í bankann.

En það er ekki málið… færslan á að sjálfsögðu ekki að snúast um unga fallega ráðgjafann okkar.

Það voru skilaboðin inn á talhólfinu… Ég hlustaði hjólandi og skildi sama og ekki neitt… nema nafnið mitt og „tösseaften“. Ég fór bara að hlægja þarna hjólandi. Þetta voru vandræðaleg skilaboð.

Seinna hlustaði ég aftur og skildi aðeins meira… eiginlega allt, en vildi bara ekki trúa mínum eigin eyrum. Svona hljóðuðu skilaboðin:

„Godau Dagný, det æ X frå X i X. Æ ville gjene hå set dæ te tøseauden næste vunsda. Ven det hæ din interesse så kå då præv å ring tebach te vos. Hej“

Að sjálfsögðu held ég mig við algjöra nafnleynd eins og svo oft áður.

Og nú þarf að útskýra fyrir ykkur sem kunnið ekki dönsku… þetta er EKKI danska. Þetta er suðurjóska. Frekar snúin og ekki nema fyrir vana að skilja. Svo sem ekkert að því að tala hana, þar sem við á. En að hringja í útlending og skilja eftir skilaboð á þessari málísku… frekar gróft finnst mér! Ég hringi ekki til Flensburg og skil eftir skilaboð á íslensku. Reyndar hringi ég aldrei til Flensburg. En þegar ég skil eftir skilaboð, þá geri ég mitt besta og nota viðeigandi tungumál.

Hér fylgja síðan talhólfsskilaboðin á dönsku…

(God dag x, det er x fra x i x. Jeg ville gerne have set dig til tøseaften næste onsdag. Hvis det har din interesse, så kan du prøve at ringe tilbage til os. Hej.)

Og nei, ég fór ekki á tössekvöld í bankanum! Varð eiginlega frekar pirrí pí en ákvað að finnast þetta vera brandari, frekar lélegur en samt flissaði ég.

Á 2 vinkonur í Sönderborg sem báðar eru svakalegar bullustömpur. Önnur er íslensk, hin er dönsk. Báðar hafa svipaðan skriflegan síma humor. Annars að öðru leyti eru þær svart og hvítt og hafa aldrei hist. Fengju líklega sjokk og þessvegna hef ég ekki leytt þær saman. En fékk sms frá þeirri dönsku í fyrradag, sem kom mér til að hlæja allsvakalega… og öllum í fjölskyldunni. Ég get ekki sýnt ykkur smsið því það var video og það vill ekki virka inn í þessu bloggi. Þessvegna fáið þið mynd af videoinu…

2013-05-01 20.15.45

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við misstum okkur allt kvöldið í crazy helium appi, sem náttúrulega frekar úrelt og hallærislegt, en jesus hvað við grétum úr hlátri. Vil taka það fram að vinkona mín er mjög falleg!

Hin vinkona mín er líka mjög þroskaheft og sjúkt fyndin…

Hún segir t.d. öllum á djamminu að þykjast gubba og lætur taka mynd af okkur. Sú mynd er ekki birtingarhæf (nema allir þátttakendur gefi leyfi).

 

2013-05-01 21.52.33

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef þetta kemur manni ekki til að hlæja, er maður í alvarlegum vandamálum…

Líka þegar maður kemur heim, geðveikt stirrrður, íllalyktandi og bakið í lás eftir skemmtiskokk í skóginum og litli hvolpstöffarinn leggst hjá manni á gólfið og sofnar… Þá er ekki hægt annað en að hlæja.

2013-05-01 18.10.31

 

 

One Response to “Lífið er bara brandari!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *