afmæli og hjól

Mikið ósköp er nú gott að vera komin heim, þrátt fyrir fjárans rakann sem fer svoldið í pirrurnar mínar. Þarf greinielga að aðlagast aftur!
Og tungumálaöðruleikarnir já… tók 2 næturvaktir í vikunni og var að vinna með rótgrónum sönderjuðum sem þekkja ekki mína bjöguðu dönsku og var ekki laust við að ég saknaði íslenskunnar í vinnunni. Auk þess þurfti að hvísla þar sem sjúklingarnir sváfu sínu værasta og ekki hjálpar það upp á skilninginn.

Ég hef aldrei hlakkað eins til að taka vakt eins og ég geri núna… á vakt 27. ágúst og verð með endann á Pavarotti í gluggunum okkar. Og þá er bara að opna gluggana og fá borgað fyrir að hlusta á karlinn. Vona bara að það verði hagstæð vindátt.

Hjólið er í höfn… http://www.kildemoes.dk/pages/bicycle.asp?id=25228 … og innilegar þakkir til pabba, Elvu Rakelar, Jóns og Svölu. Nú vantar bara hjálminn, ætli það sé nokkur undankomuleið!
Og nú er bara að byrja að hjóla aftur og ná upp vissum vöðvum sem að láku niður í Íslandsdvölinni. Þar keyrði ég allt sitjandi á mínum “flade”.
Við Fúsi fórum til Flensburg á mánudaginn og versluðum allan heiminn í Esprit! Ekki var það nú á mig heldur mömmu og Fúsa.

Afmæliskveðjur:

Pabbi átti afmæli 28. júlí og varð 60tugur…
Pabbi átti afmæli 16. ágúst og varð aðeins eldri…
Mamma átti afmæli 17. ágúst og varð ekki eins gömul og þeir…

Á morgun er svo afmælisveisla frumburðarins… skvísan verður 10 ára. Þetta líður nú einum of hratt finnst mér. Afmælið byrjar í sundlauginni í Humlehöj og verður síðan fært hingað heim. Vona að þetta lukkist allt saman.

Stefnt er svo á hestamannamót á laugardag eða sunnudag á Als… misstum nefnielga af Freyfaxamótinu og VM í Svíþjóð.

Bið ykkur vel að lifa þar til á morgun.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *