Naglalökkin…

Það versta við að fara í vinnuna er að ég þarf alltaf að taka naglalakkið af… finnst það sorglegt! Og geri það alltaf 2 mín eftir að ég ætti að vera lögð af stað og kem því nánast alltaf með naglalakksrestar á nöglunum. Stundum þegar ég hef verið með dökkblátt lakk, hef ég verið spurð að því hvort ég hafi ekkert andað um nóttina… algjörlega cyanotisk (blá) á nöglunum.

2013-04-14 11.32.40

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta eru allt Pieces (nema bláa Rosie and roses lakkið og þetta fremsta), en Pieces kaupir maður 3 fyrir 50kall. Þetta fremsta fær að vera fremst því það var gjöf og mér þykir mjög vænt um gefandann og lakkið.

Ég taldi lökkin á heimilinu… já ég veit og geri mér fyllilega grein fyrir að talningar á hlutum eru algjörlega að taka yfirhöndina og ég á mér ekkert líf fyrir utan talningar.

Við eigum 62 naglalökk og ef við hefðum ekki hent reglulega og nýlega mörgum mörgum ónýtum, ættum við 15 þús, 7hundruð 50og7.

2013-04-14 11.37.51

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta naglalakkapar er kærustuparalakk… glösin vilja alltaf vera saman og fá líka að búa saman í krukku. Þau voru keypt 2fyrir1 í búð í Barcelona og eiga eftir vera saman alla ævi.

2013-04-14 11.35.33

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég var búin að raða þessum svo fínt en þá kom Vaskur og rústaði öllu!

Eitt það jákvæða við að vera hjúkka, er að maður þarf ekki að eyða pening í t.d. Dior eða Chanel lakk. Því það er naglalakk á nöglunum í allra allra mesta lagi 3 daga í einu… þessvegna getur maður endalaust kippt naglalökkum með úr bænum fyrir skít á priki. Og þessi fyrir skít á priki endast alveg í glasinu í nokkur ár! Þ.e.a.s. ef maður man eftir að skrúfa lokið á.

2013-04-14 12.06.40

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta lakk var frekar ílla sett á (svona miðað við þær sem gangast mikið upp í óaðfinnanlegu lakki) og þessvegna varð myndin að vera úr fókus.

Ein í bloggheiminum (krissa76.blogspot.dk) bloggaði um naglalakkageymslulausn um daginn… ég féll kylliflöt og gróf útúr skápunum krukkur og fjarlægði allt matarkyns úr þeim og setti naglalökkin í. Enda naglalakk mikilvægara en matur!

2013-04-14 12.16.51

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og já, á meðan ég man… ekki fylla krukkurnrar, naglalakkið sem passar best akkúrat núna ER neðst!

Húsbóndinn spurði hvort þetta væri besti staðurinn til að geyma naglalökk… Ég veit ekki um neinn betri.

p.s. sjáiði á hvaða útvarpsrás ég er að hlusta á?

Trackbacks & Pings

  • Símarnir í krukku « Alrunarblogg :

    […] Ég taldi þá og setti þá síðan í krukku. Það er hægt að geyma allt í krukkum, líka negul og naglalökk (færsla síðan 2013). […]

    9 ár ago

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *