Helst ekki commenta, ég yrdi of glød…..!!!

Er það ekki merkilegt að sleppa sér algjörlega í dagdraumum og fyllast orku og finnast maður geta sigrað allann heiminn? Svona er ég stundum, en mismikið þó. Og nú snúast dagdraumarnir um svo margt að allt hringsnýst í kollinum á mér og ég brosi bara hringinn. Ég verð alltaf svo glöð í þessu hugarástandi, finnst ég kunna allt og geta allt. Græni prjónaði kjóllinn frá Lysgaard og Jamaica eru bara smámunir þessa dagana.

Yfirlit síðustu viku…
Afmælið hennar Aldísar tókst mjög vel, sundferðin sló í gegn (mæli með svoleiðis) og mæting með besta móti, vantaði bara eina. Veitingarnar voru gomlaðar í sig, enda svangar eftir sundið og ró og friður ríkti yfir hópnum aldrei þessu vant allan tímann.
Mér tókst að slá í gegn í sundinu.. hehehe… vegna þess að ég gat sungið mér á 2 vegu, bæði beint oní og 45 gráður. Ég gat líka kafað á 2 vegu niðrá botn… og varð íllt í eyrunum fram á næsta dag. Ég gat líka stungið mér af tvistinum og hoppað af þristinum… og þetta var nóg til að verða drottning sundhallarinnar þennann dag 😉 Enda þarf ekki mikið til við þessar aðstæður, en þær áttu bágt með að trúa því að e´g hefði ekki æft sund. Að þetta væri bara grunnskólasundsþekking flestra af klakanum. Mér hefur ekki liðið svona klárri í sundi síðan í Ishöj sundhöllinni árið 94.

Laugardagurinn byrjaði með hestamannamóti í Holm, stoppuðum stutt við, m.a. vegna hitans. Hestarnir voru allavega, en margir betri ég þorði nokkurntímann að vona, dómararnir undarlegir og ég botnaði hvorki upp né niður í einkunnagjöfinni.
Eftir þetta fórum við í bío á Bölle Bob og smukke Sally. Stelpunum fannst hún góð en við vorum minna hrifin, enda hefur myndin hlotið lélega dóma en samt verið feikivinsæl, þetta kallast mugssefjun.
Eftir bíoið fórum við í mat til Dísu og barna. Það var víst kominn tími á að við stingum inn nefunum, enda ekki farið í heimsókn síðan þau bjuggu í Majlökken. En það var samt eins og við hefðum hist daginn áður. Dísa hefur ekkert breyst, sem betur fer. En þetta var rosa huggó og fengum frábærann mat og fullt af bókum með heim. Nú er ég að keppast við að lesa bækurnar áður en skólinn byrjar… þá er skemmtibókalestur stranglega bannaður.

Sunnudagurinn byrjaði á ströndinni, svona líklega síðasti sjéns að fara á ströndina fáklæddur á þessu ári. Það var ílla heitt og sjórinn í kaldara lagi. Eftir það fór ég á kvöldvakt á M14 (Sdbg sygehus) og hef sjaldan verið eins þreytt eftir að hafa setið yfir sjúklingi. Sjúklingur sem var ílla úturheiminum, beit, sló, sparkaði og hrækti á mig. Svona rétt fyrir endalokin, frekar sorglegt.

Mánudagurinn… man ekkert hvað gerðist.. hei jú. Það var einmitt dagurinn sem ég keypti hjálminn. Nú hjóla ég sko með hjálm og er coolust í bænum. Eða er að reyna að troða þ´vi inn í hausinn á mér. Finnst þetta frekar erfitt skref og þarf virkilega að taka mig saman. Reyni bara að muna eftir mp3 spilaranum svo það sé möguleiki á að ég gleymi mér inn á milli. En mér finnst allir vera að horfa á mig… ég meina það! EF þið sjáið mér þá megiði ekki horfa óvenjulega á mig… ok!
En þetta er víst nauðsyn, bæði fyrir heilabúið mitt og fyrirmyndina sem foreldri. Maður getur víst ekki ætlast til að börnin hjóli með hjálm ef maður gerir það ekki sjálfur.

Þriðjudagurinn fór í að sækja skólabækurnar í Scanbog ásamt Mette og Mark og koma við í Fleggaard í Padborg. Þetta var dágóð summa sem fór í þessar bækur en samt keypti ég ekki allar. Síðan eyddum við seinni helmingnum af deginum í skólanum að prenta út það sem átti aftir að prenta út.

Miðvikudagur… smá tiltekt, smá innkaup (með hjálminn) og svo kvöldvakt útí Augustenborg. Þrælfín vakt… vorum 2 sem sátum vakt yfir 2 sjúklingum og í allt voru 3 sjúklingar í einangrunni og allir frekar skemmtilega fárveikir. Við vaktaskipti kom Ann-Mari vinkona og leysti mig af og planlögðum við hyggekvöld við fyrsta tækifæri.

Dagurinn í dag, frí, búin að taka til í báðum fatahirslum stelpnanna og ég held að það hafi farið meira oní “rusl” kassa en í hillurnar aftur. Aldís kom svo heim kl 1400 og með svo mikinn höfuðverk að hún gat varla talað… liggur inn í rúmmi núna og reynir að láta þetta líða hjá.
Svala kom svo kl. 1500 og í þrusugóðu skapi, þrátt fyrir rigninguna, tilkynnti mér að það væri alltaf rosa gaman í fritids og ég þakkaði guði fyrir ástandið. Þar sem að heimurinn getur hrunið þegar búið er að sortera frá í fötunum hennar. En hún tók þessu öllu stakri ró og hrósaði mér fyrir hvað þetta leit allt saman vel út í skúffunum hennar.

Ég er farin að hlakka mikið til næsta djamms, enda kominn tími á e-ð svoleiðis. Hef ekki djammað síðan 18. júni. Nú er bara stefnan tekin á haustfagnaðinn… ætla sko ekki að vera vinna þá helgi.

Já og meðan ég man… var í blóðaftöppun á mánudaginn og fékk að vita að það vantar alveg rosalega blóð núna og sérstaklega A resh +. Þannig að þeir Sönderborgarbúar sem lesa þetta, og eru ekki donorar, endielga að drífa sig (ég fæ engar prósentur ;)) Þetta er ekki vont og tekur ca. 10 mín í allt.

Knus til ykkar allra

¤¤¤¤¤¤¤¤¤

Föstudagurinn 26.ágúst 2005 og við erum netlaus.

Þannig að ég náði aldrei að senda þetta raus út í gær…

Við verðum netlaus í marga daga, einmitt þegar skólaganga okkar mæðgna byggist af stórum hluta upp af netinu.

Ég er rosalega fúl útí Fúsa minn, þetta er að sjálfsögðu allt honum að kenna, og láta plata sig svona upp úr skónum. Ferlegt.

Svala spurði upp úr hvaða skóm hann hefði verið plataður…? og kíkti á fæturnar á honum.

En þetta á samt að fara út og þess vegna fer e´g á eftir upp í skóla með mp3 arann og sendi þetta af stað. Og redda öðrum netmálum þaðan…

By the way… síminn okkar virkar ekki heldur… en það þýðir ekki að við séum sambandslaus… ekki vantar mobilana hérna.

Megiði eiga góða helgi og ég líka.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *