why me???

Fúsi er búinn að vera allsérstakur þessa vikuna… altso meira en normalt. Síðasta mánudag hengdi hann flest fötin sín sem einhvers virði eru, upp í gluggana vestan megin í íbúðinni. Þegar ég kom heim hékk 1 esprit peysa, 3 esprit bolir, 1 stamp peysa, 3kvart gallabuxurnar, hinar gallabuxurnar og svarta beltið hans uppi. Jú og gamli leðurjakkinn. Semsagt allt til sölu… Fúsa langar í traust hjónarúm. Ef þið viljið “bara skoða” og tékka á prísnum, getiði rölt vestan megin við blokkina með kíkji. Nágrannarnir eru búnir að aðlagast.

Helgin er að ganga í garð og ég sú latasta í heimi í vinnu. Hef lítið annað gert undanfarið en að segja nei. Verð að fara að taka mig saman. Annars afrekaði ég það í síðustu viku að skrá mig úr fagfélaginu og a-kassanum, vel gert min pige! Bara rugl að vera í þessu og borga nánast því sem nemur SU (SU=menntunarstyrkur).
Prinsessurnar mínar eru að fara á æfingarhelgi í handboltanum í fyrramálið og gista eina nótt. Þannig að við verðum ein heima í sólarhring… Vá!!!

Þessar 2 vikur í skólanum hafa gengið upp og niður. Þetta bóklega upp þrátt fyrir að erfið og þung fög ganga í garð. Grúppu dæmið er ekki alveg að gera sig, ég blómstra en það er ekki hægt að segja um alla. Stundum vildi ég óska þess að vera í strákabekk og laus við öll þessi vandamál… en þá kemur það einkennilega í ljós… sú sem á við mestu vandamálin að stríða á ekki maskara og gengur ekki í BH. Og er óttalega skotin í mörgum í bekknum. Og vegna þessa ættu ekki að vera mikið af vandamálum í kringum hana.
Á mánudaginn byrja ég svo í 7 vikna klinik upp í Nordborg. Og dem… þá á musculus gluteus maximus (botnvöðvinn) eftir að leka niður í skóna í annað skipti á þessu sumri. Ekki nenni ég að hjóla þangað.

Í gær fórum við mæðgur til Harrislee og sóttum fleiri bækur.
Á leiðinni klemmdi ég bannaða puttann í bílrúðunni.
Ég ætlaði að laga rúðuna og sveigja hana innað… tók utan um hana með hægri og renndi upp með vinstri. Og undarlegt nok sleppti ég ekki þrátt fyrir að gera mér fyllilega grein fyrir hvað væri að gerast. Why me???

Bara í Harrislee sá ég 3 refapelsa á veginum tilbúna í flík. Einnig sá ég einn kattarpels (átti bara eftir að gera að og flá), og einn hérapels, að öllum líkindum ónothæfann í flík nema þá kannski doppur.

Við kíktum örlítið á göngugötuna flensburg og versluðum 4 hálftóma poka og mismunandi stóra.

Í dag eftir skóla og vinnu hjóluðum við í mublubúð (Danbo) að ósk Svölu. Sú Var búin að biðja um að fara í mublubúð í 2 vikur. Svona bara til að skoða sófa, krakkarúm og eftirvill sjúkrahúsrúm. That’s the dream!!! Sko rúmmið.

Kveð að sinni með hugann við sensommersviser og nestisgerð.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *