Samræður fjölskyldunnar yfir kvöldmatnum í gær.

Eins og þið væntanlega öll vitið, höfum við búið í Danmörku í 12 ár. Þessvegna er íslenski orðaforðinn ekki 100% hjá dætrum okkar. Við tölum jú ekki um ALLT.

Í gær var fiskur í matinn og meðlætið var tuð og kvartanir. Áður en lengra er haldið vil ég benda á að í þessari færslu verða engin nöfn nefnd… sem sagt nafnleynd svo engin verði fúll.

Bóndinn fór að fræða heimasæturnar um íslenska fiskimatargerð með tilheyrandi fisktegundum.

Bóndinn: „…. og t.d. silungur“

Heimasæta: „HA, NEIIIII“ (og tárin byrjuðu nánast að renna niður)

Öll hin þrjú: „???“

Heimasæta: „það getur ekki verið :-(“

Öll hin þrjú: „Ha???“

Heimasæta: „ekki selunga, þeir eru svo sætir…“

já þeir eru óttalega sætir…

kopur3

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bóndinn: „ekki selunga, heldur silungur… það er fiskur sem lifir í vatni…“

Heimasæta: „öhhh lifa ekki ALLIR fiskar í vatni???“

Skýringu á þekkingu bóndans á lifnaðarháttum fiska, gæti verið að finna í staðsetningu uppeldisins?!?

Brown-Trout-Skarpi-IMG-5247

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmyndari silungamyndarinnar er Skarpi frændi sem er skuggalega góður ljósmyndari. Vona að hann fyrirgefi mér stuldinn…

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *