klikkað klukk

Jæja, nú var ég “klukkuð” og á að skrifa 5 tilgangslausar upplýsingar um mig… no problem hugsaði ég með það sama! En þegar ég fór að spá og spegulera þá er engin upplýsing um mig tilgangslaus. Fúsi er sammála. Sama hverju ég stakk upp, allt fannst honum það hafa tilgang. Hann sagði að ég væri eins og ungabarn, allt sem ég aðhefst hefur einstakann tilgang og ég sjálf og hver og ein einasta bóla er tilgangur.
En samt gefst ég ekkert upp og ætla að láta yfirskriftina vera þá sömu og hinir hafa haft, þó svo að innst inni viti ég betur.

Takk Stína (hálfsystir) og Begga (samfirðingur).

5 tilgangslausar upplýsingar um mig.

1. Borðtuskur eru ekki mitt uppáhald!
2. Ég nota reiðhjálm og hjólahjálm og er því frekar cool á því!
3. Mér finnst afturdekkin á bílnum okkar mjög falleg og er stolt af þeim!
4. Það er frekar mikil orka inní mér þessa dagana og er ég frekar hrædd um að ég nái ekki að kaupa allt sem mig langar í, sjá allt sem mig langar til að sjá, gera allt sem mig langar til að gera, læra allt sem mig langar til að læra, og eiga alla þá bíla sem mig langar til að eiga um ævina! 5. Kannski skrifa ég sögu um máva, því það skeit mávur enn einu sinni á stofugluggann okkar í morgun!
6. Mig hlakkar til þegar ég fæ… úbs sorry það áttu víst bara að vera 5 atriði…

Sko þegar ég byrja þá get ég ekki hætt… óþolandi alveg hreint… arg!

En nú er að klukka einhverja 5… þá vandast nú málið heldur betur. Allir þeir sem ég fylgist með eru klukkaðir… og ég fór að forvitnast inn á annarra manna bloggum hér í Sönderborg sem ég fylgist ekki með og þeir eru líka klukkaðir. Allir hér í Sönderborg eru sem sagt klukkaðir eða klikkaðir. Hvað er þetta annað en klikkun?

En þá er bara að fara út fyrir bæjarmörkin…

Heba Maren, ég klukka þig
Elva Rakel, ég klukka þig líka
Og … einmitt, auðvitað Hófi frænka (allavega ein í DK)
Og af því að ég veit að Magga langar til að klukka einhvern á þennann hátt, (gekk ílla á hinn háttinn í gamla daga) þá klukka ég þig Maggi boy.
Vá ég er búin að hugsa í 20 mín…
Og aðrar 5 mín.. hei, ég var klukkuð 2svar…
Þá klukka ég bara Dísu vinkonu, þar sem hún er ekkert búin að þessu.

Vá þetta tók sko tíma í heild sinni, en gaman að þessu, mér finnst ekkert athugavert að vera klukkaður aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og…. er ég klukkuð eða klikkuð?

Góða nótt

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *