Mín óstjórnlega ást á hlutum…

Svona hefur þetta alltaf verið… á ekki erfitt með að henda hlutum, en á í stökustu vandræðum með að henda hlutum sem ég ELsKa. Og þetta eru ekkert alltaf merkilegir hlutir, oft engin saga, samt stundum, oft ekkert verðgildi, samt stundum. Ég verð bara in love!

T.d. þessi hárblásari… hann fékk ég þegar Svala fæddist, svo hann er að verða 16 ára. En það er rúml. eitt ár síðan ég lagði honum en hef ekki hent.

2013-03-24 09.25.28

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er BaByliss og snúran er sjúklega löng. Það var eitt af því besta við hann. Ég hef hann bara inn í skáp.

Síðan er það síðerma síður svartur bolur… keyptur í Message á meðan ég var í hjúkkuskólanum svo hann er í minnsta lagi 5-6 ára gamall. Ekkert spes við hann, ekki var hann dýr, en hann hefur alltaf verið geðveikt þægilegur. Og notaður í aLLt!               Þetta er rassinn…

2013-03-24 09.26.03

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ég veit, ég lít út eins og niðursetningur!

2013-03-24 09.26.45

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það eru mikið fleiri göt en þetta… hann er líka orðin gegnsær. Og nei, hann er EKKI til sölu!

Síðast í þessari sýnishornafærslu á hlutum sem ég elska, er handklæði. Þetta handklæði var skjannahvítt með bleiku blómi á. Um það leyti sem við Fúsi urðum kærustupar, gaf ég Ástu ömmu þetta handklæði í jólagjöf eða afmælisgjöf. Síðan þegar hún vissi að hún þyrfti að fara að losa sig við hlutina sína, gaf hún Aldísi það. Það er semsagt um 20 ára gamalt og hefur fylgt okkur í ca 16 ár. Ég hef ekki getað hent því.

2013-03-23 15.23.59

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í gær þegar við sóttum Vask, tókum við pappakassa og gamalt handklæði með okkur því við áttum að fá búrið en systir hans sem var samferða honum, átti að fara norður í land og því þurfti pappakassa fyrir hana. Ég tók stóra skrefið og ákvað að nýta handklæðið í góðan gjörning. Systir hans Vask mátti fá handklæðið… Vissum að amma hefur verið stollt af mér… hún elskaði hunda.

2013-03-23 16.38.28

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vaskur og Depla á kveðjustundinni.

Og jú, það kemur hundablogg… ég ætla bara fyrst að versla töffaraólar, beisli og annað dót handa Vaski sem er rosalegur töffari.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *