Breytingar í vændum…
síríöslí… vill engin segja mér hversu mörg herðatré þið eigið? Hafiði virkilega e-ð annað við tímann ykkar að gera en að telja herðatré? Trúykkur ekki… þið verðið að læra að forgangsraða! Nema málið sé að þið séuð með bullandi minnimáttarkennd útí mín 158 stk 😉
Annars eru miklar breytingar á heimilishögunum í vændum. Eiginlega all svakalegar breytingar. Þessi litli loðni krúttlubbi kemur með flugi á morgun og verður einn af fjölskyldunni…
Þetta er hann Vaskur. Hann á afmæli 31. desember. Okkur hlakkar óstjórnlega til að halda á honum, nusa af honum, fara með hann út að pissa og horfa á hann sofa. En mér líður eins og þetta sé meira mál en að fá barn… Barnið pissaði bara í bleyju og fékk brjóst og svaf. Jú og fór í fötum nr 62 heim af fæðingardeildinni og svo bara kom þetta. Vaskur þarf að fara að shoppa þegar hann kemur. Svo lítill og þreyttur eftir langt ferðalag. Það er ekki hægt að kaupa beisli (eða hvað sem þetta heitir fyrir hunda) nr. 62 og bara vera viss um að það passi. Svo þarf líka að kaupa ól og band sem passar. Og e-r pödduefni og allskonar annað dót. Þetta er mega mál sko. Sko mega ábyrgð líka. En er hann samt ekki mega sætur?