pjóluplái puttinn… og nú 161 herðatré!
Um daginn fór ég í party með snargeggjuðu boxbuddísonum. Um mitt kvöld fór baugfingurinn að bólgna og blána og ætlaði hreinlega að springa. Það var ekki annað í stöðunni en að hundsa þetta og skemmta sér. Á sunnudeginum tók ég mynd og sendi á fb-læknana. Þeir voru í einhverju sunnudagsástandi og vildu meina að ég væri ekki dauðvona.
Á mánudeginum fór ég í vinnuna. Það fyrsta sem ég gerði var að þefa uppi pólskí svæfingarlækninn sem var nýmættur og spyrja hann hvort ég væri nokkuð að deyja. Hann hélt að það væri möguleiki og spurði mig hvar nálægustu æðarskurðlæknar væru…? Í Kolding, svaraði ég. Honum fannst það kannski heldur djúpt tekið í árina og leiddi mig bókstaflega til norska yfirlæknisins sem fannst nú óþarfi að senda mig í æðarskurðaðgerð til Kolding á núinu og stakk upp á handarskurðlæknirinn myndi berja mig augum fyrst. Norski yfirlæknirinn hélt ekki að ég myndi deyja en fannst ómögulegt að hundsa þetta… þetta gæti verið alvarlegt.
Pólskí, sem ekki hafði sleppt af mér hendinni, leiddi mig yfir á skurðdeild, þar sem við mættum yfiryfirlækninum sem var ýtarlega settur inn í málið. Hann banaði veginn óg bankaði og óð inn á skurðstofuna þar sem aðgerð á hendi var í fullum gangi. Út kom hann með rosknu sjálensku handarskurðlæknuna sem grandskoðaði mig í handarbak og fyrir og sagði svo: „þetta er bara sprungin bláæð“
Ég: „what!!!“
Ég: „why???“
Hún: „bara, það gerist…“ yppti öxlum og fór aftur að skera…
Ég var sem sagt heil á húfi og ekki dauðvona. Sko… ég og fleiri grunuðum blóðtappa… og ef það væri blóðtappi í puttanum, gátu verið fleiri útum allt… ergo… ég áleit sjálfa mig í mikilli hættu. En ég er algjörlega úr hættu, og er búin að vera síðan þennan mánudagsmorgun. En það var ótrúlega gaman og ánægjulegt að vera sjúklingur í korter!
Herðatrén…blessuð herðatrén.
Síðast þegar ég taldi áttum við 131. Okkur fannst það í minna lagi. Ég greip með mér 10 stk í einni innkaupaferðinni og gaf Svölu óvænta gjöf (það var henni sem fannst 131 ekki vera nóg). Aldís fór á sama tíma til Kaupmannahafnar og keypti gjöf handa systir sinni… 20 stk herðatré- silfurlituð og í stíl.
Núna er staðan þessi: 131+10+20-3 (henti þremur í dag)=158 herðatré
Segið mér, hvað eigið þið mörg?
Til hamingju með öll nýju herðartrén og gott að þú varst ekki í lífshættu 🙂 Alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín.
Knús og hlakka mikið til að hitta þig bráðum.