Daniel D. jr aka. Danni gluggi og snjór í DK!!!

Ó ég hlakka svo til… ég hlakka svo svakalega til… Daníel gluggaþvottamaður, öðru nafni Danni Gluggi þó svo hann heiti Daniel D. jr., kemur ekki á morgun heldur hinn! Ég skal reyna allt hvað ég get til að smella mynd af honum. Þið ykkar sem vitið ekki hver Danni Gluggi er, getið skrollað niður á 4ju síðustu færslu og séð ca. mynd af honum neðst í færslunni.

Annars er snjór í DK núna… engin svakalegur eins og er, en það var frekar slæmt veður í morgun… þessi mynd er tekin yfir sundið, frá Alsion og yfir á liðsforingjaskólann og sjúkrahúsið. Hún var tekin um 9 leytið. Ljósmyndari: Dennis nágranni.

223997_10200367588245834_1457743192_n

 

 

 

 

 

 

Hálftíma seinna sat ég og drakk kaffi og dáðist að veðrinu. Ég sá ekki þakið á liðsforingjaskólanum frá kaffistofunni á sjúkrahúsinu. Það eru í mesta lagi 30-40m í loftlínu.

Ég held örugglega að ég hafi bloggað um þetta mál áður… og geri það aftur!

Þegar ég bjó á Íslandi, tók ég virkan þátt í að hneyklast og gera grín af höfuðborgarbúum föstum í Ártúnsbrekkunni. Ég skildi þetta hreinlega ekki… landsbyggðarplebbin ég. Þangað til ég flutti til Sönderborgar, sem er 100 sinnum stærri en Fellabær. Og sérstaklega skyldi ég þetta þegar ég fór í fyrsta skipti á hraðbrautina í byl og hálku. Eftir það hef ég hvorki hlegið upphátt né í hljóði af klaufunum í Ártúnsbrekkunni.

En mér finnst samlandar mínir í DK seint þreytast á að gagnrýna Dani, þeirra akturshæfileika í snjó og þeirra „snestorm“ sem margir íslendingar þýða sem „snjóSTORM“. Snestorm er bara bylur. Og bylur er bara snjókoma og vindur. Snestorm er ekki stormur, heldur ekki á danskan mælikvarða. Stormur er 24-28 m/sek í Danmörku. Á Íslandi er stormur 20-24 m/sek. Í morgun var um 15 m/sek, þeas allhvass vindur eða stiv kuling. Sem sagt enginn STORMUR. Það er bara ekki hægt að segja snestivkuling…

Það verður óttaleg kaos á ótrúlega mörgum stöðum í svona veðri. Eiginlega bara öllum stöðum, nema Grænlandi, Siberíu, Færeyjum, Alaska, í óbyggðum Kanada og Íslandi.

2013-03-18 16.06.46

 

 

 

 

 

 

En ástæða fyrir kaosinu í DK, er meðal annars:

  • reynsluleysi Dana á bíl í snjó
  • mjög margir bílar eru ekki snjóhæfir
  • sumardekk í mars (og oft allt árið)
  • of lítið af snjóruðningstækjum (enda ekki hægt að halda úti alvöru flota EF…)
  • þétt umferð – ÞÉTT UMFERÐ!!!
  • þétt umferð – ÞÉTT UMFERÐ!!!
  • þétt umferð – ÞÉTT UMFERÐ!!!

Kommon, sýnum kaosinu smá skilning!

Það er ekki hægt að líkja saman t.d. sveitaplebbanum mér sem er alin upp uppí fjalli þar sem einungis ein bifreið var á ferðinni, og dönsku-Jette sem er alin upp í grámyglunni á malbikinu í DK.

Sama gildir fólk sem alið er upp á Sauðárkróki, Fellabæ, Ólafsvík og Borgarnesi… það er nánast bara einn bíll (og væntanlega jeppi) í einu á ferðinni… ekki 150 og 2 útí runna eins og niður Ringgade í morgun. 10 cm snjóalag veldur kaos!

Ég fór á hjólinu í vinnuna í morgun og það beið svo fallegt og friðsælt eftir mér þegar ég kom út kl 15.

2013-03-18 15.33.16

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinnufélögurnar sögðu að ég mætti ekki hjóla heim, að ég yrði að teyma hjólið því það væri svoddan hálka…

2013-03-18 15.36.13

 

 

 

 

 

 

 

 

En ribbaldinn ég, hjólaði og sleppti meira að segja annarri á meðan hjólreiðin var mynduð… 😉

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *