danskurinn

Ég man þegar við fórum að sækja mözduna í Nordborg, 6 vikum eftir ad við fluttum. Mözduna sem við keyptum á uppsprengdu verði og var alllangt undir meðallagi á alþjóðafegurðarskalanum.
Ég fékk heiðurinn af að keyra heim, þetta var á miðjum eftirmiðdegi og umferðin frekar þétt. Ég man hversu fáránlegur mér fannst danskurinn i umferðarmeningunni, hreint út sagt fáránleg umferðarmenning. Engin keyrði hraðar en 80 sem er hámarkshraðinn á þessum vegi. Allir hægðu á þegar það kom skilti sem sýndi 60… einstaklega heimskulegt. Ég meina common… þótt það sé einhver barnaskóli þarna í grenndinni… börnin voru flest farin heim á þessum tíma.
En aldrei áður hafði ég kynnst svona asnalegum kultur í það heila. Í umferðinni, í búðum, stofnunum og hvert sem auga var litið eða fæti stigið. Allsstaðar var fólk ”langsomt” og engin virtist taka eftir að ÉG var að flýta mér og alls engin tók tillit til þess.

Ég fékk 5 sektir á fyrstu 2 ½ árinu. Hraðasektir og stresssektir.

Í dag er ég orðin jafnfáránleg og einstaklega heimskuleg eins og danskurinn. Anda rólega í biðröðum, nýt þess að horfa á búðarfólk pakka inn gjöfum fyrir mig og keyri í 97% tillfella á akkúrat réttum hraða.

Vellíðunartilfinningin hellist yfir mig þegar ég keyri í og úr praktik í Nordborg og fylgjist samviskusamlega með ÖLLUM skiltum ALLA leiðina.

Annars var alveg á mörkunum að það hefði verið berfættarhitastig í morgun, ég var frekar lengi að fá hita í mínar margtöluðu tær í morgun á leiðinni til Nordborg, býst við að ég fari í sokka á morgun. Það er bara ekki sokkaveður yfir miðjan daginn.

Í dag þreif ég bílin að innan. Skammast mín fyrir að segja frá því en ég hef ekki gert það síðan rétt áður en ég fór til íslands í sumar.
En bíllinn var fullur af sandi og malarvegsryki (meira en nokkurntímann áður) og ein glerkókflaska og ein ½ plastkókflaska undir sætunum… þess vegna vil ég óska eftir einvherjum upplýsingum um hvað í ansk… Fúsi var að gera á meðan ég var á ísl. Því flöskurnar eru ekki eftir okkur og ég þekki engan sem skilur eftir drasl í bílum… og hann Fúsi hefur verið einhversstaðar á malarvegi útí sveit og legið óhóflega mikið á ströndinni!!!

Skyldi uppáhaldsfréttamaðurinn minn hún Ulla Terkelsen eiga lítil börn??? Held ekki.

Kærlegar kveðjur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *