í 3ja skiptið… heldur ísinn?

Í gær fór ég í tíma í City fitness hjá uppáhalds fitness þjálfaranum mínum (maðurinn hennar er líka uppáhalds). Tímarnir þeirra eru erfiðir og æðislegir. Ég hreinlega elska þá!

En í gær hafði ég aðeins sofið í 2 tíma eftir næturvakt, fór í klipp og lit og síðan í fitnesstíma. Þegar ég kom heim kl 17 beið mín dóttir í hlaupagallanum og bókstaflega dró mig út. Mér varð allsstaðar íllt! Veðrið var ískalt og fallegt og því varð skógurinn fyrir valinu. Í jaðri skógarins er tjörn.

2013-03-15 17.23.34

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og tjörnin er frosin.

Það skiftir ekki máli hvort maður er 5 ára, 15 ára, 35 ára eða 75 ára, maður hættir líklega aldrei að athuga hvort ísinn haldi.

2013-03-15 17.23.47

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég: Svala, hoppaðu!“

Svala: „hvað fæ ég fyrir?“

Ég: „alla mína ást og ís“

2013-03-15 17.24.58

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég: „hoppaðu hærra“

2013-03-15 17.25.09

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svala: „en ef ísinn heldur ekki?“

Ég: „þá reddum við því bara…“

Svala: „flott“

Og í ísköldu sólargeislunum hoppuðum við okkur til hita…

2013-03-15 17.26.14

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

… og mikið óskapans elska ég þessa hlaupatúra með þessari yndislegu manneskju sem alltaf finnur upp á einhverju skemmtilegu!

2013-03-15 17.26.59

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hreinlega elska hana og þá! <3

 

 

 

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *