fingerdari brandari

STELPUKVÖLD!!!
Eitt kvöldið var mér boðið út. Og sko BARA með stelpunum.

Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnættið. „Ég lofa því!“

Jæja, tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um 3 leytið um nóttina var ég orðin pöddufull, og ég ákvað að drífa mig heim.
Um leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði Gauksklukkan okkar að slá (gala), og galaði 3 „kú-kú“.

Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með að hann myndi vakna, svo að ég „kú-kú- aði“ (galaði) 9 sinnum til viðbótar.
Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að hafa komið með þessa snilldarhugmynd, (alveg á perunni), til þess að sleppa við nöldur næsta dag.

Daginn eftir spurði maðurinn mig hvenær ég hefði komið heim, og ég sagði honum að ég hefði komið klukkan 12, eins og samið var um. Hann virtist vera sáttur við það, og ég hugsaði:
„Hjúkk, ég komst upp með þetta“

En þá sagði hann, „Við þurfum að fá okkur nýja klukku“. Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann:
„Sko, í gærkvöldi galaði klukkan þrisvar, sagði síðan, „SJITT“, galaði fjórum sinnum til viðbótar, ræskti sig, galaði aftur þrisvar, flissaði, galaði tvisvar sinnum enn, og datt síðan um hundinn og PRUMPAÐI!!!!!!

Ekki það að ég vilji ekki blogga… gvuð þið ættuð að vita hvað mig liggur mikið á hjarta. En hef bara allsekki tíma til að blogga og þess vegna missið þið af mínu augnabliks hjartaliggeríi því ég man það ekki stundinni lengur!!!

En hinn djokurinn er víst frekar grófur fyrir fíngerðarsálir, þannig að ég skúbba hónum örlítið neðar og smelli þessum inn ístaðinn.
Ekkert að þakka 😉

Með svefninn í augunum og pizzuna í ofninum kveð ég með von um gott kvöld…

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *