rejsen

Helgarfjölskylduferðin okkar var super fed…. Renndum upp í Silkeborg á föstudeginum og fórum beint í veislu með öllum hestamönnunum/vinum hans pabba.
Þarna hitti ég fullt af fólki, bæði sem ég þekkti fyrir og nú hef ég sett andlit á nöfnin sem pabbi talar alltaf um í kringum hestaferðirnar…
Þeir sem höfðu hitt mig áður, fannst ég hafa stækkað rosalega mikið… skrítið… ég var bara krakki í mörgum tilfellum. Uppúr stóð að hitta Egilsen og Frú þar sem þau eru alltaf jafn hress og yndisleg, var bara ekki alveg að fatta hvað varð af svarta krullaða hárinu hans Þorsteins… hefur kannski aldrei verið með krullur… kannski bara misminni í mér!!!

En mikið var sungið, rosalega mikið skal ég segja ykkur… minnti mig á gamla daga… en juuu hvað ég kunni fáa íslenska teksta, ætti að skammast mín…. en ég gat þó sungið með dönsku lögunum sem þeir félagar áttu ekki í vandræðum með… enda margir studerað í dk í gamla daga.

Jeg ville plukke roser
jeg plukker aldrig fler’ …
Jeg ville plukke roser
jeg plukker aldrig fler’
.

Svona verð ég þegar ég verð fullorðin… get talað dönsku og sungið á dönsku….
En þetta var rosa gaman og meira að segja var þessi “frægi” á svæðinu…. er fan af frægu fólki… t.d. Uma Thurman… þrátt f skóstærðina… finnst það bara gott mál… hún er líka flottasta kona í heimi…. ég vil vera ALVEG eins og hún…
BTW get ég treyst því að þið minnið mig reglulega á að klippa aldrei aftur á mig topp og lita mig ekki ljóshærða í nánustu framtíð…

TOPPLAUS OG DÖKKHÆRÐ… thats me… allavega núna!!!

Var nefnilega að skoða gamlar myndir OMG aldrei aftur topp.

En aftur að helgarferðinni… Við gistum á hótelinu hans pabba og félaga… fín gisting.
Röltum svo og töltum um Silkeborg allan laugardaginn… ég vann í töltinu… meðfram vatninu allavega… Versluðum bara eiginlega ekki neitt… nema gjafir handa komandi gestgjöfum… fórum í bíó þar sem gamla settið gat hvílt sig í rúmlega klukkutíma yfir myndinni Det var engang en dreng – som fik en lille söster med vinger, fínn staður til að sitja kengboginn með slefuna.

Ulfborg (Holstebro)… here we come… fannst ég vera komin á heimaslóðir… þó svo að viö ekki fórum til Vedersö… hoppuðum yfir það í þetta skiptið. Manja, Svend og börnin 45 tóku ótrúlega vel á móti okkur… þarna hugguðum við okkur í sveitinni innan um 15 hesta, alltofmarga ketti (sorry, er bara ekki að fíla þetta), hund og einvherskonar búrdýr.

Mánudeginum var svo eytt í í Legolandi… höfum ekki verið þar í 5 ár…. þetta var fínt… ég fór í eitt hættulegt tæki… leit út f að vera ótrúlega hættulegt, og ákvað evt að fórna lífi mínu í þessu rugli… en ég lifði af … eiginlega bara prumptæki… eða nei, mjög hættulegt tæki… ég er bara ótrúlega hugrökk…. gæti næstum stokkið niður af togara aftur.

Svo er vikan bara rúmlega hálfnuð… og þau bara liggja á meltunni dvs maður og börn…. ég var reyndar í fríi í gær… tók kvöldvakt á þriðjudaginn, fín vagt…. hitti Tina sem ég vann mikið með fyrir 2 árum síðan. Ef ég fengi deild 43 í praktikinni þá hefði hún orðið vejlederen minn ef hún hefði ekki verið að fara í orlof til að læra meira…. svoldið svekkt… þar sem við “tölum svo vel saman”. Hún sagði mér líka að sjúklinn okkar sem við höfðum svo mikið f 2 árum væri dáinn… þetta er í 1. skiptið síðan ég byrjaði karrierinn minn í dk að einhver deyr og það snertir mig e-ð. Það hefur nú fullt af fólki dáið sem ég hef haft… og ég er alltaf að rekast á einvher nöfn í dauðatilkynningunum í blöðunum… en það er alveg ok þar sem það er fólk sem er bara að bíða. En þessi… þetta er annað… finnst skritið að eiga aldrei eftir að hitta hann aftur á tankinum í hádegispásunni í skólanum eða útí Augustenborg. Noh svona er jú lífið.

Jeg plukker fløjlsgræs og ridderspore
jeg plukker mandstro og jomfrusko.

Mér finnst alveg lágmarkið að mp3 spilarar eins og Aldísar sem er jo ekki alveg ókeypis séu vatnsheldir… þrái að taka með mér mp3 í sturtu… er fullkomnlega minnislaus… man enga texta en get sungið með ótrúlega mörgu…. finnst bara ekki viðeigandi að syngja út á götu… þar sem ég jo alltaf er með mp3.

Jeg vil elskes i stormvejr, hvor ingen tar ansvar…

Er þetta ekki snilld… hann er bara snillingur í textum… er totally villt með hann.

Jæja, hef annars mest lítið að segja… hey jú

Vigtaði mig upp í skóla í dag… var búin að vera velta fyrir mér hvað ég ætti að gera ef ég færi upp í næsta tug (rundt), segir maður annars tug…??? i dont know…
v
Btw hef verið að velta því fyrir mér að gera allt til að halda mér í mínum eigin tug… þar sem það er langflottasti tugurinn í þessu samhengi… en ef ég færi nú upp í næsta… ætti ég að segja sannleikann ef einhver spyrði eða ætti ég að ljúga???
En í dag hafa bara alveg hálft annað kíló fokið… shitturinn maður… ekki alveg ætlunin… en ekki hundrað í rauðu hættunni… það versta við þetta er að það verður enn erfiðara að finna stígvélin sem mig vantar svo mikið… komst að því í bænum að stígvél eru víð… og oft enn víðari… stórt merki á þeim þar sem tilkynnnt er um ekstra vídd…. fínt hjá ykkur…
Finnst þetta 100% fáránlegt. Þar sem það er mikið minna mál að fara til skósmiðsins og fá stígvélin víkkuð eða sauma ekstra i þau, en að láta þrengja… 100% ómögulegt. Svona líður maður fyrir að verða þokkalega heilbrigður og frekar ódýr fyrir þjoðfélagið… ja hérna… ekki nóg með að spreða peningunum mínum í gegnum skattinn á þær sem þurfa útvíkkuð stígvél…. ég get ekki sjálf fengið stígvél… ég skal nok bara splæsa á ykkur stígvélum… bara dropi í hafið…

Jæja farin í krull…

Ykkar einlæg….

One Response to “rejsen

  • Dísa
    18 ár ago

    Gott að þið famelían áttu góða ferð um helgina…Sjáumst fljótlega
    Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *