Rassarannsókn…

Vinnufélögurnar mínar eru svo þroskaheftar á svo margan hátt. Bæði neikvæðan og jákvæðan. Ég var að vinna síðasta sunnudagskvöld sem er dauðans pulsu vinnutími… en sem betur fer var ég að vinna með þeim þroskaheftustu. Þar sem menntun er mikið í fókus á gjörgæslunni erum við meira og minna forvitnar að eðlisfari. Þessvegna er mikið spáð og spekulerað og pælt og spælt. Einni vinnufélögunni datt í hug að gera rassarannsókn. Þátttakendur í rassarannsókninni voru kvenkynshjúkrunarfræðingar og einn karlkyns sendill. Þeir sem voru útilokaðir frá rassarannsókninni, voru sjúklingar (af siðferðislegum ástæðum) og og læknarnir (annar var nýr og hinn var humorslaus). Annað fólk var ekki til staðar.

Rassarannsóknin fór þannig fram að þreyfað var á rössum hjúkunarfræðingana, fyrst í slöku ástandi og síðan í stífu ástandi. Við skemmtum okkur konunglega…

Niðurstaðan var sú að þær sem voru grannar og stunduðu t.d. hlaup, box og racerhjólreiðar voru með mjúka rassa í slöku ástandi.

Þær sem voru með nokkur aukakíló (ein stundar útreiðar) voru með harða rassa í slöku ástandi.

Þær grönnu voru með harða rassa í stífu ástandi (það brotnuðu nokkrar neglur í rannsókninni).

Þær búttuðu voru líka með harða rassa í stífu ástandi.

Margar af okkur urðu abbó útí constantly hörðu rassana… þangað til við urðum sammála um að þetta væri mör.

En endanlega niðurstaðan var samt sú að við vorum eða erum (engin hefur misst sinn rass) ALLAR með ótrúlega flotta rassa sem ótrúlega gott er að koma við 🙂

Þeir líta allir svona út…

Yfir í allt annað… ég var að rifja upp textann við lagið „upp á stól“ og hvort hægt væri  að taka það við bollataktinn. Aldís hjálpaði mér í upprifjunni og söng: „upp á stól, ríður yfir, ríðum yfir sandinn… öhhh…“ Hún er snilli í íslenskum sönglagatextum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *