„storknaður hestaskítur með malaríu“
Í kvöld var ég að skera rauðbeður. Önnur dóttirin kom og fussaði yfir þeim. Ég sagði að þetta væri hollusta. Hún sagði að þetta væri eins og storknaður hestaskítur með malaríu.
Síðan ætlaði ég að segja ykkur frá því um daginn þegar ég varð útúr spennt. Oft verður maður mjög spenntur, t.d. á aðfangadag, þegar beðið er eftir einkunum eða þegar maður er að fæða og veit ekki hvort kynið það er. En spennan fór upp úr öllu valdi þegar fyrrverandi forseti Bandaríkjanna kom í heimsókn í litla bæinn okkar. Þessi uppáhalds. Þessi sem allar konur elska. Hann átti að koma á miðvikudegi. 2 dögum áður, var ég á dagvakt og bara að chilla e-ð í dyrunum á einni stofunni nálægt útganginum á Gjörinu. Þá er bjöllunni hringt. Og einhver opnar og ég sé fram. Og hvað sé ég??? Jú, 3 svona bíomyndargaura (t.d. men in black), í armani, svakalega good looking og cool (held meira að segja að þeir hafi verið með sólgleraugu inni). Þetta voru náttl 2 gaurar frá ammrísku leyniþjónustunni og 1 frá þeirri dönsku. Þeir vildu tala við yfirhjúkkuna mína til að skoða aðstæður á gjörinu ef ske skyldi að uppáhalds forsetinn minn þyrfti að leggjast inn. Þeim leist mjög vel á stofu nr1 og pöntuðu hana. Þeir fóru líka upp á þak því þaðan er bein lína í ræðupúltið þar sem stóra ræðan átti að haldast.
Ég pantaði forsetann. Og ég sökkti mér í dagdraumana. Fólk sem þekkir mig semivel og minna veit ekki að ég gæti ekki lifað án dagdraumana minna. Um leið og ég vissi að við fengum hann, óháð veikindatýpu tilkynnti ég allri deildinni að þar sem mestar líkur væru á ákveðnu vandamáli hjá manni á hans aldri og að ég væri án alls vafa, langbest í að leysa þessháttar vandamál, þá væri hann minn. Læknarnir (svæfingar) voru e-ð að malda í móinn og sögðu að ef þessháttar vandamál kæmi upp, þá yrði hann þeirra. Ég sagði að það væri vanvirðing við mesta forseta míns tíma og að hann ætti að vera í öruggum á allan hátt… þessvegna mínum. Ekki byggjumst við við að svæfa hann.
Allan mánudaginn þrætti ég og dreymdi til skiptis. Líka allan þriðjudaginn… ég gat ekki beðið. Var vissum að nú væri ég endanlega dottin í lukkupottinn og fengi að gera góðverk lífs míns við einn mesta mann veraldar. Ég átti að mæta á næturvakt á miðvikudagskvöldið og mætti með passlega mikla málningu, passlega mikið ilmvatn, hafði bæði hlaupið og farið í box um daginn og fann sléttasta hjúkkugallann. Var alveg readddyyyyy… og alveg viss um að danskurinn hafði gefið manninum bjór og alveg handviss um að vandamálið væri í aðsigi.
En þar sem ég, sem hjúkrunarfræðingur er bundin þagnareyð. þá stoppar færslan hérmeð.