júlefrggokost
Hey ég er komin aftur!!! Eftir langt hlé… viss um að þið hafið saknað mín!?!
Fyrsta færsla eftir hlé verður fyllerísfærsla af sjálfri mér. Ég ætla að feta í fótspor kynsystra minna á Íslandi, þessa sem fylla bleikar netsíður af grátgreinum um það að fólk þurfi ekki að líta út eins og gellurnar í tískutímaritunum. Að fólk meigi vera feitt. Að líkamsræktarstöðvar séu salir djöfulsins og steypi sjálfstrausti kvenna niður í kjallara og geri þær mjóar eins og gellurnar í tískutímaritunum. Sem er hræðilegt! Ég ætla að segja ykkur frá fylleríinu mínu sem entist til kl 14.30 daginn eftir. Því það er ok að vera 37 ára full með feitan maga (hann var samt vel falin undir munderingunni). Maður er ekkert endilega alkoholisti þótt maður drekki sig útur. Það eru ekki allir fullkomnir og allir eiga ekki að vera eins.
Í gær var júlefrggokost. Við byrjuðum á þemadegi útí Sandbjerg gods og á kortersfresti voru orðin júlefrggokost og alkohol nefnd. Kl 16 var okkur hleypt út. Kl 17.30 var mæting í forpartyið.
Tók nokkra poka af frosnum berjum og eina stóra flösku með. Hinar gerðu það sama. I þennan klukkutíma sem partýið varði, keyrði blandarinn stanslaust og giska ég á að hver hjúkrunarfræðingur hafi náð ca 6-7 glösum af sterkum romberjadrykkjum með dass af SunLolly. Þá var kl 18.50. Á júlefrggokost komumst við, með viðkomu í Fötex. Á sjálfum júlefrggokostinum gerðum við allskonar hluti sem maður nú gerir á júlefrggokost. T.d. borðuðum við ömurlegan mat, allir fóru í sleik og svo var hangið á netinu (instagram og fb). Einhverntíman fórum við yfir á Penny en það var svo mikil áfengislykt þar inni að ég varð að fara heim kl 00.30. Næstum alltaf þegar ég fer heim eftir djamm og ætla að labba, hellist yfir mig hungur og verð þessvegna að kaupa pizzusneið með dressingu. Þessar sneiðar eru gígantískar og þetta er besti matur sem ég fæ (allavega á því augnabliki). Það er líka svakalega langt heim til mín úr bænum. Göngugatan lengist og lengist við hvert skref og þessvegna hafði ég tekið með mér ballerinaskó í gær, eins og maður gerir á þorrablótum í Hjaltalundi. Ég skipti um skó, borgaði arabanum fyrir pizzuna og arkaði af stað, totalt tilbúin í ferðina heim.
Á göngugötuna er búið að planta litlum jólatrjám útum allt. Þau eru svona ca 130 cm há og dökkgræn. Mér varð á að labba á 2 en missti ekki pizzuna. Þegar ég labbaði á 3ja, datt annar háhælaði skórinn uppúr töskunni og oní jólatréð. Ég kíkti oní tréð en sá hann ekki. Tók bita af pizzunni og kíkti undir tréð, ekki var hann þar. Bakkaði, tók annan bita og kíkti svo inní tréð… og ekki var hann þar. Svona gekk þetta í alllangan tíma, bakkandi, takandi bita, kíkjandi, bakkandi, takandi bita, kíkjandi, bakkandi, takandi bita, kíkjandi… og engin bauðst til að hjálpa mér. Þegar bara kannturinn á pizzunni var eftir, kom ég auga á skóinn, hinummegin, inní trénu. Ég var komin heim 01.15! 45 mínútur að labba 1,1km!!! Samkvæmt iphone maps ætti þetta rölt að taka 14 mín.
Þegar ég kom heim, södd með alla skónna var ég svo fegin og glöð að ég söng. Fúsi sagði mér það í dag. Ég söng víst: „ég er komin heim, lalala, ég er komin heim, lalala, ég er inní eldhúsi, lalala, ég er inní eldhúsi, lalala, ég er komin heim, lalala, ég er að koma niður, lalala, ég er að koma niður, lalala, ég er að pissa, lalala, ég er að pissa, eg e a buðta þennu, lalala, ég er að koma inn í herbergi, lalala, ég er komin inn í herbergi, lalala, ég ætla að sofa í fötunum, lalala, ég er sofnuð, lalalalalalalalaalalalalalallalalalallal.
Síðan vaknaði ég fersk eins og lax í morgun. Ég notaði 5 kl.t. i dag til að sms’a og fb’ast við vinnufélaga um gærkvöldið. Myndir og myndbönd frá gærkvöldinu voru send á milli og allt var fyndið. Sérstaklega myndbandið þar sem fjöldi hjúkrunarfræðinga og aðrir hómóar voru að dansa sexy gangnam… málið var bara engin var í standi til að dansa… hvað þá kynÞOKKAfullt.
Einhver gleymdi brillunum og þurrkaða limnum sínum á Penny.
Ég elska júlefrggokosta og ég elska að þeir eru bara einu sinni á ári í minni vinnu.
Ástæðan fyrir því að ég opna mig fyrir ykkur á þennan hátt, er að ég er staðin upp. Upprétt mótmæli ég fullkomnleika og sjálfshátíðleika. (Verst ég ældi ekki í gærkvöldi, það hefði jafnast á við kvennréttindabáráttukonu í engum brjóstahaldara). Ég er meingölluð og stöðugt fitnandi.