mitt skemmtilega líf… love it!
Langar óstjórnlega mikið til að deila með ykkur mínu skemmtilega lífi, ekki afþví að það sé neitt skemmtilegra en ykkar, mér finnst það bara sjálfri svo skemmtilegt. Svona fyrst að ég lifði af helgina í faðmi fjölskyldunnar. Ótrúlegt að senda mann í 3ja daga helgarfrí þegar fjölskyldan er líka í fríi…brot á mannréttindum. Allavega, ég er á lífi, fjölskyldan líka og öll við nokkurskonar hestaheilsu á andlega sviðinu.
Things to do það sem eftir er af maí
- Barcelona
- Ritgerð
- Vinna ógeðslega mikið
- 1864 hlaup
- Ritgerð
Things to do í júní
- Gardenparty
- Afmæli -Fimmtán, fyndin og fögur
- Ritgerð
- Alt for damerne hlaup
- Ritgerð (veit einhver hvenær ég á að skila þessari ritgerð?)
- Kvennahlaupið
- Ritgerð (þarna hlýt ég að vera búin að skila)
- missi af götuparty og útskrift
- Ísland!!!!!!!!!! (I love ICELAND)
Things to do í júlí
- Reykjavík (I love Reykjavík)
- Reykjavík downtown…
- Kulusuk (kem örugglega til með að elska Kulusuk)
- Tasiilaq (kem líka til með að elska Tasiilaq)
- Ísland kæra Ísland
- Kyssa systkini mín, fjölskyldur þeirra og Sigrúnu svo mikið að þau verða öll rennandi blaut í framan eins og hundar sem eru nýbúnir að synda í tærri tjörn.
- Norge/Bodö
- Danmark (home sweet home)
That´s it… er alveg með hjartslátt