Motorvejshlaupið 2012
Það er nú meira ástandið hérna á flatlendinu í DK, ríkisstjórnin að falli komin, rúður þjóðarinnar grútskítugar, bíllinn hikstar og 1/4 heimilisfólksins þjáist af íþróttaskaða. Hvernig í óskapans ósköpunum gat ég platað sjálfa mig í hlaup sem er óyfirstíganlegt. Nema akkúrat í maníska augnablikinu þegar ég skráði mig… Jesus. Hef heiðarlega ekki hlaupið síðan í september 2011 og þá var botninn orðin þyngri en venjulega eftir annríki sumarsins. Og ég trúði því í þessar 5 mín. sem það tók að skrá sig að ég næði að æfa upp í 10km á innan við mánuði. Og nú er ég sköðuð… á ýmsan hátt, bæði á sál og líkama. Fer inn í helgina haltrandi í svartsýniskasti með sár á skrítnum stöðum. Lét vinkonu mína sem er ofurgella, plata mig í motionsboxningstíma síðasta þriðjudag og þar sem ég er bara með þungan botn en ekki stóran, fékk ég svöðusár eftir óteljandi uppsetur á methraða á hörðu trégólfinu. Ásamt alvarlegum vöðvaskaða… hvað er maður lengi að labba 10 km? Og veit einhver um shuffleinn minn?
Já, ég labba bara, og geri ráð fyrir að hinir 12 íslensku þátttakendurnir haldi hópinn með mér, því það á að skera sig úr í íslenskufánabolum með skjaldamerkin á brjóstunum. Förum varla að tvístra okkur og tína hvort öðru í 12000manna hlaupi???
Ég má líka ekkert vera aðþví að æfa mig og geri líka ráð fyrir að hinir séu í sömu stöðu. Það er alltaf svo mikið um að vera… þorrablót (sko síðan ég skráði mig), tónleikar, fundir, afmæli, leikhús, ræktin (búin að borga fyrir hana og sleppi henni ekki), café túrar, samverustundir með fjölskyldunni, full vinna, ritgerð (mjög erfitt) og ekki má gleyma að slappa af… svo nú spyr ég, hvenær á ég að æfa??? Og ég svara, það þarf ekkert að æfa, því við ætlum að labba! 🙂
Eða vera svaka hlaupagella með sportstape um kálfann, svitaband, plástra og kannski með eina hækju??? Og geðveikt sveitt og æst… þá myndu allir hugsa: „vá þessi hefði unnið ef hún hefði ekki verið með hækju… ej, hvor synd…“
En góða fólk, við erum að tala um hraðbrautarhlaupið… erum að fara að halda upp á opnun hraðbrautarinnar til Sönderborg… og ætlum að njóta þess, í rólegu tempói, í góður félagsskap með spjalli og nesti. (Ég kem með toblerone).
Góða helgi kæru landar 🙂
æji ég hefði kannski bara átt að skrá mig…fyrst þú ætlar að labba! því ég er bæði með þungan og stóran botn sem myndi ekki hlaupa kílómeter hvað þá meira. En þar sem ég fer ekki myndi ég fara að æfa mig ef ég væri þú…hinir Íslendingarnir eru nefninlega hoppandi og skoppandi út um allan bæ þessa dagana 😉
já veit þeir eru ílla maniskir 😉 ég tek þessu stille og roligt… og æfi mig þegar ég finn tíma 🙂