lifrur….

Spái alvarlega í að breyta innkaupsvenjum mínum.
Spái í að hætta að koma við á hjólinu og “grípa e-ð með” sem endar með að vera t.d. 5 kg af kartöfflum, 10 epli, 2 mjólk, 2 a38, stórt herkules rúgbrauð, slatti af girnilegu áleggi, slatti af hinu og þessu grænmeti, slatti af nammi, 2 lítrar af dönsku vatni, og margt fleira.
Lendi oftast í vandræðum þar sem þetta kemst alls ekki á hjólið. Hvað þá ef ég með skólatöskuna líka… hvað skyldi þetta þurfa að gerast oft áður en ég breyti til?

Hvað eru börn gömul þegar þau uppgötva að lifrur verða ekki að fallegum fiðrildum í sultukrukkum? Og að geitungar verða ekki að steingervingum undir koddanum… þeir molna.
Hvað eru börn gömul þegar þau uppgötva að móðir þeirra er ekki hugmyndaríkur föndrari og getur því ekki nýtt náttúruna sem er útum allt heimili?

Svalan mín flaug í gær og lennti á fyrrverandi brotnum handlegg. Fúsi var kontaktaður og ætlaði hann að skutlast með hana á skadeklinikina… en þá í 1. skipti eftir skólastart var ég á bílnum (hef afsökun, ótrúlega léleg líkamleg heilsa…) og ekki náðist í mig þar sem ég er ekki með fókusinn á símanum í skólanum. Þannig að hinn ágætasti vinur var kallaður til ssem þó ekki hafði bíl en það reddaðist allt saman. Svalan var röntgeneruð og sett í ½ gips. Æði… #$%&”#$& en bara í eina viku. 

Hlýtur að vera lokaheimsókn á þessu ári á Skadeklinikina… nú er bara svei mér þá og þegar nóg komið.

Annars sá ég heldur skemmtilega sjón í morgun og hefði veitt þessu eftirför ef e´g hefði verið á hjóli. Fylgdi Svölu í skólann svona til að upplýsa kennara um málið og var á röltinu heim á leið þegar það hjólar langur maður á móti mér með sjónvarp í skottinu á hjólinu. Ekki í kerru nei… heldur á bögglaranum og ekki lítið sjónvarp…. heldur ca 26 tommu. Nei og ekki plasmaskermur eða flatur… heldur stórt og mikið eins og okkar. Held að hann ætti að finna sér aðrar flutningsaðferðir…. þetta getur ekki hafa gengið.

Í gær vorum við í Obstetrik (meðganga, fæðing og eftir fæðingu) í skólanum … ég hef sjaldan lært svona rosalega lítið á einum degi…. omg hvað ég er klár… hehe líklega einvher reynsla þar og svo 10 klikkaðar vikur á neonatal (vöggudeildinni eða fyrirburadeildinni) þar sem brjóstagjöf var eitt af aðalmálunum. Getur verið gaman að fíla sig svona ótrulega klára… án fyrirhafnar 😉

Verð að hætta þar sem ég er að frjósa á puttunum… þrátt fyrir blíðu vikunnar.
Ætla líka að halda áfram þar sem frá var horfið í hollustunni 

One Response to “lifrur….

  • Hafdís
    18 ár ago

    Það er þá ekki mikið mál fyrir þennan mann að fara í búðina og kaupa BARA t.d. 5 kg af kartöfflum, 10 epli, 2 mjólk, 2 a38, stórt herkules rúgbrauð, slatti af girnilegu áleggi, slatti af hinu og þessu grænmeti, slatti af nammi, 2 lítrar af dönsku vatni, og margt fleira. Hann mundi sjálfsagt geyma það undir annari hendinni, með „skottið“ á hjólinu undir annan varning. Væri allavega gaman að sjá það he he.
    Kveðja Hafdís

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *