Bush er va-nge-fi-n

Vá, hér sit ég í lobbunni og í rauðu ullarsokkunum frá Garðari frænda og er alveg að missa mig sálarlega í þessu verkefni. Fyrir það fyrsta er þetta nátturulega hrikalega skemmtilegt og ég læri svo ótrúlega mikið af þessu að klósettferðirnar hafa aukist um 1/3. Og af því að ég ef ekki alveg hugmyndarlaus dagsdaglega, fæ ég alltof margar svakalega góðar hugmyndir sem er svo flott að nota í verkefnið mitt… en málið er bara að stundum gleymi ég þeim aftur eða ég man ekki hvaðan ég fékk þær. Það skiptir náttúrulega líka máli… hvaðan madur hefur hugmyndirnar… þar sem kröfurnar eru minimum 200 bls heimildir.
Hélduði kannksi að ég hefði búið til hugmyndirnar… hahah svo langt komin er ég ekki. Og það er nátturulega coolast að draga inn sem flesta teoretiker semhafa sagt e-ð af viti… Orem, Maslow, Lawler, Eriksson og fleiri (I lov u all). Án ykkar hefði ég aldrei komist í gegnum þetta. Bla bla bla.

Örugglega stutt í að ég verði suikotisk. (psykotisk).

En ég er alveg róleg… því ég er bölvaður útlendingur og misnota aðstöðu mína til hins ýtrasta, get ég sökkt mér enn þa´meira í verkið og skilað viku seinna en hinir. Hinum finnst það mjög ósanngjarnt! Mér líka! En eitthvað verð ég að misnota. Ekki er ég á efnum.

Þegar ég var 24-26 ára tók ég ofboðslegt stökk í þroskaferlinu, ég byrjaði að drekka gin og tonic og finnast það gott. Til spari var sett dass af Pisang ambon úti, en hversdagsdrykkurinn var bara med lime sneið.

Þegar ég var 28 ára tók ég annað stökk í þroskaferlinu og fór að drekka kaffi (meira en til spari) og finnast það gott. Í dag drekk ég kaffi eins og hollusturáð mælir með.
En það sem ég er að reyna að segja ykkur er að þegar e-ð bregður útaf í kaffiferlinu, getur það haft afleiðingar í för með sér. Ekkert svo alvarlegar en svona stundarbrjálæði.
• E-ð með filterinn fer úrskeiðis og kaffi sullas útum allt og kaffikorgur í öllu. Og maður þarf að þrífa og gera allt upp á nýtt.
• Ekki kalkhreinsað nógu oft og allt stíflast…. og þá er svoldil bið í kaffið því það þarf að láta renna svo oft í gegn og skola svo oft til að maður fari nú ekki að drekka kalkheinsinn.
• Og svo auðvitað þegar kaffið klárast og engin hefur fattað að kaffið var alveg að klárast og þess vegna engar byrgðir til í kaffiskápnum.
• Og það versta eiginlega… þegar ég laga kaffi, kannski svona ca 8 bolla og fæ mér einn penann. Og svona klukkutima síðar langar mig í annan penann og þa´er allt búið.

Hann þarna Druen gaurinn… segir að engin efni séu til sölu yfir barborðið… I don´t know, hann hefur líka sagt 3svar sinnum á síðustu 1 og ½ ári (en guð, ekki halda aðég haldi til á Druen… tek það fram að ég hef villst þarna inn 3svar sinnum á síðast liðnu 1 og ½ ári)
að ég sé alveg eins og frænka hans í Tyrklandi… og þegar ég rúllaði augunum skeptisk í 3ja skiptið, tilkynnti hann mér að hún væri model. Ha ha ha.

Ég sem helt að ég líktist J.Lo, þegar ég væri ómáluð!!!

What ever… bara ef ég væri hárlaus fyrir neðan eyru, hefði rassinn hennar Uma Thurman og c skálar í hökuhæð. Þá væri lífið líklega dans á rósum. 😉

Á morgun á grubban mína ð fremleggja í mikrobiologi… við drógum Varicelle-zostevirus sem er Helvedsild og ég veit ekki hvað hann heitir á ísl. Það verður sneið af köku… fáum ekki einkunn, svo það á bara að yfirstandast… hehe he, enginn botnar neitt í neinu!!! En allavega, metnaðurinn alveg að fara með okkur.

Er orðin svöng, ég er alltaf svöng þegar e´g sit svona á dellunum og geri verkefni… borða bara og borða allskonar hollt og óhollt. Í morgun þegar birti til sá ég að það lá slatti af haribo nammi á gólfinu í kringum tölvuna. Ekkert smá “flow” í gangi.

Over and out

3 Responses to “Bush er va-nge-fi-n

  • Váááá… ertu ekki að vinna verkefni eða hvað… eins gott að fá útrás hérna, þar sem þú þarft að afmarka þig vel í verkefninu 😉
    Gangi þér vel áfram!!!
    Kv. Begga

  • Skemmtilegur pistill þetta Dagný…. Ég skemmti mér alltaf jafn vel yfir blogginu þínu. Gangi þér vel með verkefnið..verð að segja að ég öfunda þig hreint ekki neitt.. Sendi þér hér með fullt af góðum straumum 🙂
    knus..Dísa

  • Takk f. kvittið stelpur, gott að einhve hefur gaman af bullinu í mér sem tekur bara 15 min i bloggprocessinum 😉 fín pása það Begga…;)

    Straumarnir hafa líklega virkað Dísa, gengur allavega vel.

    knus

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *