humor i %

Afhverju varð ég ekki lögga…. afhverju eru svona margar löggur ótrúlega fallegar??? Alltaf þegar það kemur lögga út í Augustenborg (vinnuna) er hann fallegur. Og Bellahöj löggurnar… OMG ég vissi ekki hvert ég ætlaði í gærkvöldi yfir Station 2. Ég væri alveg til í að vera vinnufélagi þeirra. Alltaf skemmtilegt að vinna með fallegu fólki. En líka nauðsynlegt að vinna með misfallegu fólki svo að maður sjái muninn.

Ætlaði að setja Avocado kúr í hárið á mér en finn ekki uppskriftina… set bara e-ð. Getur varla skipt miklu máli.

Dætur mínar fóru að tala um humor í % í gærkvöldi. Þær sögðu að pabbi sinn væri með svona 65% humor, ég væri með 85-90 % humor og Maggi frændi með 95%. Ég er nátturulega gjörsamelga ósammála… þar sem ég er töluvert fyndnari en hann. Þannig að varð diskusjón á háa céinu og þær gáfu sig ekkert. Sama hvað ég sagði marga brandara… sögðu bara: “mamma, reyndu þetta ekki, við höfum heyrt þennann brandara oft áður”.
Ég er ekkert smá sár. Maggi, hvað gerðirðu eða sagðirðu í sumar???

Á íslandi um daginn hélt ég því fram að 1 kg af skyri í Netto kostaði ca. 6 kr.
Held að Heba hafi fengið þessar upplýsingar…. nú leiðréttis þetta hér með… þótt ALLT sé mikið betra og ódýrara í DK 😉 þá kostar skyrið í Netto altso ca 23 kr. kg. Ekki svo billegt það…
En nikotinplástur (15 mg) kostar 168 kr hérna en yfir 5000isk á íslandi.

Farin í avocado.

2 Responses to “humor i %

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *