flottasta jólatréð, HURÐ og mýs!

Þar sem jólin koma óvenjusterk inn hér í Möllegade er jólaskapið nánast í hámarki. Allir í svakalega góðu skapi og ekkert stress.

Jólatréð var sótt útí sveit um síðustu helgi og varð fyrsta tréð sem við sáum fyrir valinu. Það er lang flottasta tré sem við höfum haft og líka það stærsta. Og það er öðruvísi en flest önnur, og ódýrara en flest önnur, ef miðað er við hvað við fengum. Þetta er 3in1 tréð sem birst hefur að hluta til á FB og kostaði fáar 100 kr. Ég réði mér ekki fyrir kæti með þetta, Fúsa og Aldísi fannst þetta töff og Svölu fannst þetta fáránlegt. Ég fór upp á stól og teygði mig í toppana, sagaði þá til og skellti stjörnunum þremur á. Við Aldís klöppuðum saman lófunum, Fúsi fór að heiman og Svala ranghvolfdi í sér augunum. Svala sá strax að það þýddi ekkert að mótmæla, því hún yrði að velta trénu til að fjarlægja 2 stjörnur, vegna sinnar eigin stærðar.

Í gær fórum við til Flensburg til að versla rauðvín og jólamat. Rauðvínið, jólamaturinn og ýmislegur annar matur var keyptur og á leiðinni heim tilkynnir Svalan betrumbættan jólagjafaóskalista. Nú var komin HURÐ á listann. HURÐ??? já HURÐ!!!

Við: afhverju HURÐ, þú átt hurð?

Hún: hurð með lykli, til að geta læst herberginu mínu!

Við: tilhvers þarftu að læsa herberginu þínu?

Hún: bara, maður þarf að geta læst herberginu súnu.

Við: bull og vitleysa!

Hún: það hafa ALLAR vinkonur mínar lykil að herbergjunum sínum!

við: ALLAR?

Hún: nema Perla, en hún er rosalega heppin, hún getur tekið snérilinn af og farið með hann…!

Við heimkomu tókum við okkur saman og afþýddum frystikistuna. Hengdum nýkeypt kjötið til kælingar útí bílskýli, fórum með viðkvæma og verðmæta frostvötu í frost á Grindarvíkurbreiðgötu og hentum rest. Þar með hef ég endanlega sannað mig sem húsmóðir! það verður erfitt fyrir aðrar fínar frúr bæjarins að toppa þetta, sko afþýðinguna á frystikistunni.  (þrif á bakaraofnum og sortering á sokkum telja ekki með)

Í dag átti að fullkomna afþýðingarferlið og fara með ruslamatinn á haugana. Ég setti ruslapoka með bæklingum, ruslamat, skóm og ýmislegu pappadóti inn í bílinn og var við það að keyra af stað, þegar Svala og Line koma heim. Svala spyr mig hvað skautarnir hennar séu.

Jú látum okkur nú sjá, þeir hlutu að vera inn í skúr. Og í skúrnum bjuggu okkar ástkæru naggrísir þar til nýlega. Ég ýtti garðstólum til hliðar og volla, fann skautana oní stórum Bianco poka. Þarna stóðum við 3 innst inní skúrnum og horfum sigri hrósandi oní pokann. Alltíeinu sé ég e-ð skjótast/fljúga með leifturhraða uppúr/i kringum pokann, fannst það lenda á maganum á mér (var í renndum leðurjakka) og þaðan undir borð og hverfa.

Eina sem ég gat sagt, þó ákveðið, var: „vi skal ud NU“

Og stelpurnar sem sáu ekkert, hrökluðust út og enn held ég á pokanum og fylgji á eftir þeim, djúpt hugsandi um hvort það gæti hafa verið leðurblaka sem ég sá inn í skúrnum.

Þegar við erum komnar út, og ætlum að fara að taka skautana upp úr pokanum gerist það, að það stekkur eða flýgur eitthvert risakvikindi uppúr pokanum á stjarnfræðilegum hraða og hleypur eftir stéttinni, inn í limgerði og yfir í garð nágrannanna. Eftirfarandi samtal/hljóð átti sér stað:

Svala: aarrhhhhhhhhhh

Line: aarrhhhhhhhhhh

Ég: aarrhhhhhhhhhh

Svala: aarrhhhhhhhhhh

Line: aarrhhhhhhhhhh

Ég: aarrhhhhhhhhhh

Svala: aarrhhhhhhhhhh

Line: aarrhhhhhhhhhh

Ég: aarrhhhhhhhhhh

Svala: aarrhhhhhhhhhh

Line: aarrhhhhhhhhhh

Ég: aarrhhhhhhhhhh

Svala: aarrhhhhhhhhhh

Line: aarrhhhhhhhhhh

Ég: aarrhhhhhhhhhh

Og Aldís kom hlaupandi út

og litli þrösturinn sprakk

og þvottasnúrurnar slitnuðu!

En skautarnir eru ónýtir, allt fóðrið í tætlum eftir þessi fljúgandi músarhjón.

Svala og Line fóru skjálfandi á skautasvellið og Svala leigði sér skauta.

Ég settist uppí bíl og ók skjálfandi af stað vitandi af pokunum í skottinu sem mögulega gætu innihaldið sömu óargardýr og skautarnir. Mér tókst reyndar í panikkinu að taka fram úr sjúkrabíl á leiðinni á ruslahaugana.Og á ruslahaugunum braut ég allar reglur í sambandi við alla flokkun. Eins og allir vita, má ekki henda heimilissorpi á haugana, bara hinsegin sorpi, nema borga xtra fyrir það. En ruslapokinn sem innihélt allt ruslið úr frystikistunni var klárlega heimilissorp, semsagt kolólöglegur, fullur af óruslahaugsóhæfum mat og vó hann ca. eins og eitt stk lík! Þegar ég kem akandi á Hondu gömlu á blússandi ferð, sé ég að appelsínuvaktinn er að ganga í burtu frá þeim gámi sem minnir mest á heimilissorp (smaat brændbart).  Ég ríf í handbremsuna, drossían snýst, ég út, og í skottið og ætla að snara pokanum sem vegur eins og eitt lík upp í gáminn, þar sem opið er í minni höfuðhæð. Og ég er engin dvergur, ca 172cm á þeim skóm sem ég var í í dag. Og nú spyr ég: er stjarnfræðilegur möguleiki, á að ég, frekar máttlaus manneskjan geti snarað þyngd á við lík, upp fyrir hausinn á mér??? Svarið er nei! En með 2 handleggjum og einum fótlegg og ofsahræðslu við mýs tókst mér þetta á óskiljanlegan hátt.

Gleðilega aðventu kæru vinir.

One Response to “flottasta jólatréð, HURÐ og mýs!

  • Begga Kn.
    13 ár ago

    Vóóó… segi ég nú bara. Krafturinn í þér er enginn smá og þú átt heiður skilinn fyrir það hvað þú ert öflug húsmóðir 🙂
    Mýsnar hafa meira að segja haft það ljómandi gott hjá þér híhíhí…
    Knús á ykkur og eigið gleðileg áramót… hlakka til að hitta ykkur á nýju ári 😉
    Kv. frá Kanaríeyjum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *