Pemti

Ef vinnudagurinn hefur verið hræðilegur prófaðu þá þetta:

Farðu í apótek á leiðinni heim og kauptu Johnson & Johnson rectal hitamæli, enga aðra tegund. Þegar þú ert komin/n heim lokaðu þá að þér, dragðu gluggatjöldin fyrir og taktu símann úr sambandi. Farðu í mjög þægileg föt, t.d. íþróttagalla, og leggstu upp í rúmið þitt. Opnaðu pakkann og settu mælinn varlega á náttborðið. Taktu bæklinginn sem fylgir og lestu hann. Þú munt sjá að neðst stendur með litlum stöfum : Allir endaþarmsmælar frá Johnson & Johnson fyrirtækinu eru persónulega prófaðir. Lokaðu nú augunum og segðu upphátt : “ Eg gleðst af öllu hjarta yfir því að ég vinn ekki á prófanadeildinni hjá Johnson & Johnson fyrirtækinu.“ Endurtaktu þetta fjórum sinnum. Hafðu það svo gott og mundu að það er alltaf einhver sem er í verra starfi en þú.
————————————————————————-

Kali spéra

Ti kánis?

Ekki það að minn vinnudagur hafi verið hræðilegur… Ég NENNI ekki að vinna… ligg bara í leti og læri…. luksus líf!!!

Fúsi er í Aarhus að kíkja á stelpur… segir reyndar opinberlega að hann sé á kursus… yeah right… veit betur… veit oftast betur. Allir karlmenn eru mest að kíkja á stelpur þegar þeir eru annarsstaðar en heima hjá sér (og líka heima hjá sér).
Þeir eru bara akkúrat ekkert öðruvísi en við… nema við kíkjum á bæði.

Ég er semsagt í “einstæðmóðirfílingnum” og er að standa mig þokkalega. Nema hef þá skoðun á fólki sem segir að það sé best að ganga frá jafnóðum í staðin fyrir að láta hlutina bíða, að það sé gjörsamlega kolklikkað. Var alveg að snappa eftir 3. fucking uppvaskið í dag. Og náði næstum að gleyma að baka köku f. Aldísi. Kennarinn hennar var svo “indæll” að samþykkja föstudagskökuorningu og sem betur fer hringdi Fúsi kl. 2047 og minnti mig á kökuna. Hvað myndi ég gera án síma?
Efcharisto símauppfinningarmaður.

Ég er að æfa mig í öðru tungumáli… farin til annars lands í nýjustu fantasíunni minni.
Jebb aftur farin að pæla í skiptinemadæminu, nema komin frá Thailandi og farin annað.
Mark er í USA núna, þannig að ekki er hann að pressa á mig. Mín eigin sjálfstæða fantasía í á fullum krafti.

Virkar sama eitur á máva, dúfur, hrossaflugur og skógarhöggsmenn?
Það er bara hópur af skógarhöggsmönnum frá SAB búinn að planta sér niður í garðinum mínum innann um mávana. OMFG. Og þeir eru ekki bara að klóra sér, heldur höggva þeir niður hvert tréð á fætur öðru. Hafa ekki spurt mig. Hvorki um leyfi né hvort ég truflist.

Annars setti ég átta egg í kökuna, og náði að brjóta 4x 2 í einu án þess að missa skurn niður í skálina. Gerði þetta nákvæmlega eins og kokkurinn Nino á Comwell gerir, enda kenndi hann mér… ekki að elda en að brjóta egg. Æfði mig á staffamatnum… Var bara alveg búin að gleyma þessari aðferð. Enda óratími síðan ég var á Comwell… vá 5 ár!!! Samt á hinn veginn eins og þetta hafi verið í gær. Mikið vatn skolast út í sjó síðan. Endáxi.

Ef maður setur fordómadæmið upp þannig að það eru 100 fordómar í boði, hvað ætli ég sé þá með marga???
Þekkirðu svarið, reistu þig þá upp!!! (djók, bara ömurlegur frasi frá manni sem ekki var í lagi… sko þetta með svarið).

Stebbi heldur örugglega að hann viti svarið…. Hann myndi segja að ég væri með einn fordóm…en ég minni á að fordómar er ekki það sama og skoðanir. LALLALALAL

Farin að sofa og læt það sem getur beðið til morguns bíða til morguns enda langur föstudagur á morgun og því nægur tími.

Kali nikhta

One Response to “Pemti

  • Hæ frænka.
    Laaaaaaaaangt síðan ég hafði kíkt á þig svo mikið og alltaf jafn skemmtilegt að lesa 😉 Vona að þið hafið það gott í Sunnuborginni og að við sjáumst nú kannski eitthvað í vetur. Knús frá Valdóri til Aldísar og Svölu 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *