Fúsi fyndni!
Það er laugardagsfyrirhádegi og Fúsi reytir af sér brandarana… ekki oft sem það gerist en hann á þetta til og ætlast svo til að maður leggist niður og engist um að af hlátri.
Áðan var ég e-ð að kvarta undan verkjum á vissum stöðum og hann spyr hvað ég haldi að það sé (elskan)? Ég svara að þetta gætu bara verið eggleysingjar, það væri ca sá tími. Þá segir hann: „hefur það e-ð með hryggleysingja að gera?“ Öhhh ekki fyndið!
Síðan fer hann að kvarta yfir að hann sé með svo mikin tínitús vinstra megin. Og ég sýni áhuga af hreinni skyldurækni og spyr hann afhverju hann sé með tínitús (þótt ég viti rétta svarið 100%). Hann svarar: „afþví að ég er örfhentur! Daaa“. Öhhh þetta er það fáránlegasta svar sem ég hef heyrt á þessum sólarhring. Og svo ætlast hann til að maður hlægji, og ef maður hlær ekki, þá er maður kitlaður þangað til maður fer að gráta en hann heldur að maður sé að hlægja og hættir því… og er alveg í skýjunum afþví að maður hló! (Not)
Síðan fer maður upp á millihæð og kveikir á útvarpinu og velur Rás 2 af einskærri föðurlandsást og tilhlökkun í göngutúra í sól og svölu sumri eftir ca 7 vikur. Hlakka líka til að sólbrenna svo spes, því að á Íslandi sólbrennur maður alltöðruvísi en á meginlandinu. Og þótt maður sé alveg með frilljón freknur við komu á Héraðið, sólbrennur maður alltaf þurrum sólbruna, ef það er sól. En allavega, Rás 2, þvílík stöð, svo yndisleg milli 6 og 8 á morgnana. Svo lítið tal og svo þægileg tónlist. Og þvílíkt hugmyndarflug… slagorðið þeirra er hrein snilld. Svona hljómar það (ef ég man rétt), „Rás 2, þú ert það sem þú ert!“ Hahahaha klárið mig ekki!!!
Annars erum við bara að chilla þessa dagana, ég veit varla hvað ég á að gera af mér… og ooorka ekki að ganga frá öllu skóladótinu…. þessum fleiriþúsund bls, sem svei mér þá, ég sakna þess örlítið?! Ég fór til bókasafnsvinkonu minnar strax og ég vissi að ég hefði náð prófinu og fékk lánaða draugabók sem inniheldur (allavega ennþá) bara góða drauga og ég les bara og les, bæði í björtu og myrkri og fæ tilheyrandi draugamartraðir í hvert skipti sem ég sofna. Samt er bókin ósköp saklaus.
Á síðustu næturvakt var ég að vinna með lækni sem hefur búið á Bodö í Noregi. (Hafa ALLIR danskir læknar búið í Noregi?) En hann sagði að placið væri meiriháttar fallegt og að það væri ískalt þarna uppfrá. Ég spurði hvort það væri svipað og á Íslandi? Hann svaraði: „nei maður, ekki svo kalt!“ Samt hefur hann ekki hugmynd um hversu kalt er hjá ykkur núna… hann er bara að tala um meðalveðrið. Og á meðan ég man, þá langar mig að votta ykkur samúð mína, og lömbunum líka og senda alla mína hlýju strauma til ykkur því ég er ekki einu sinni með gæsahúð í þunna pilsinu mínu og hlýrabolnum útá miðri götu.
Þannig að þegar ég fer til Bodö og Íslands, þarf ég að pakka virkilega hlýjum fötum og hlýrri peysu sem er enn á prjónunum og ég verð að klára svo að ég verði ekki fárveik og þurfi ekki að melda mig veika í vinnunni þegar ég kem heim.
Og sem áður var sagt, erum við bara að chilla alla helgina, Svala loksins í helgarfríi og ætlar í tjaldferðarlag útí garð, Aldís lærir fysik í æðiskasti og við tökum á móti gestum og verðum gestir og förum í bíó.
Þessvegna óska ég ykkur svakalega góðrar helgar og lifið heil!