Megrunin mín
Jú, það gengur bara vel í megruninni, hef reyndar hvergi stígið á vigt síðan um páskana, en ég er aftur farin að fá frekar útstæð eyru. Þegar ég byrjaði í megrunni þann 25. apríl, var markmiðið að fá 6pack fyrir 15. mai og losna við e-ð af fitunni á bak við eyrun fyrir 4. júni. Huxa svei mér þá að það takist!
Í dag stundaði ég hreyfingu fyrir hádegi, sem er svo mikið rugl að ég geri það helst aldrei aftur. Blóðþrýstingurinn er náttl alltof lágur og líkaminn engan vegin í standi fyrir ærslagang og vilja heilans. En út fór ég… og þegar heim var komið, sá ég að þetta var bara hreinasta snilld… með því að hreyfa sig svona fyrripart dags, getur maður pimpað það alkohol sem maður vill, restina af deginum. Ég tók mér skóflu í hægri og hvítvín í vinstri… og þannig leið dagurinn. Þangað til ég rankaði við mér og trúði ekki mínum eigin eyrum. Ég átti að fara í Bilka. Með FJÖLSKYLDUNNI. Jújú, eiginmaðurinn hafði fengið þá stórskrítnu hugmynd að fara með alla fjölskylduna í Bilka kl 16.15 til að versla í pizza. Honum sem finnst almennt hin mesta fásinna að fara SAMAN í Bilka. „Öhhh þarf 2 til að fara í Bilka???“ segir hann oftast þegar ég bið hann um að koma með mér.
En ég var dregin af stað… með fljótandi augu, þvoglumælt, með mold á bringunni og loðnar lappir í 3/4 buxum. Stelpunum fannst það bara alveg ok. Báðu mig samt um að æla ekki í bílinn.
Inní Bilka voru bara rólegheit. Einn gráhærður, fullorðin kall sem glápti svoldið á moldina á bringunni á mér, annars bara friðsælt. Spurði samt 2 starfsmenn hvar wc-pappírinn væri, og spurði líka með hverju þeir helst mæltu. Þeir urðu eins og kúkar… og fjölskyldan mín líka
Ég sagði við Aldísi í dag að hún væri líklega í „identitetskrisu“, hún spurði hvort það væri nokkuð psykiskur sjúkdómur. Hahaha mér fannst þetta náttl hrikalega fyndið og hló mig máttlausa (ekki erfitt eftir allan moksturinn og hvítvínspimpið). Aldís er nefnilega ofboðslega upptekin af muninum á íslendingum og dönum og gerir mikið úr því að vera íslensk þessa dagana. Velsíngs Emma (besta vinkona og nágranni) skilur ekki baun, því Aldís talar 75% íslensku við hana og er ekkert að hafa fyrir að þýða eða útskýra. Segir bara: „daaa, skilurru ekki neitt?“
Það er uþb korter í fermingu… hélt að allt væri tilbúið og að það síðasta, (líkamshárin) yrði ornað á morgun. En nei nei… á meðan ég gleypti í mig pizzuna, fattaði ég að við gleymdum að kaupa fermingargjöf… fuckings fuck!!! Og allt lokað á morgun! Ég verð líklega að leggja hausinn á fallöxina og láta eiginmanninn um það djobb. Svo týpisk ég að gleyma því mikilvægasta!
En boðskapur færslunnar er samt að hreyfa sig fyrir hádegi (bara ekki of mikið vegna lágs blóðsþrýstings) og njóta restinnar af deginum 🙂
6pack, eyrnafita, pimpað hvítvín, Bilka, moldug bringa, loðnar lappir, wc-pappír, identitetskrisa, pizza, -fermingargjöf, heilbrigður boðskapur.
Ansi mögnuð lykilorðasúpa úr skemmtilegu bloggi!
Góð byrjun á vonandi góðum sunnudegi að lesa svona lestningu 😉
takk Ingi 🙂 thu ert uppáhaldid mitt!