allt er TILBÚIÐ!
Ég er svo mikill snilli…
Allt er tilbúið fyrir ferminguna… allur klæðnaður, allar tímapantanir, búið að láta matarfólkið vita um endanlegan fjölda matargesta og búin að finna servíettur í stíl við allt sem er í stíl fyrir.
Líka búin að græja borðpuntið og kaupa gos, vín og bjór. Búin að senda Fúsa niður í göngugötu til að finna sér föt og löngu byrjuð að safna hárum á vissum stöðum til að vera klár í vax korter í fermingu.
Ég er líka búin að redda bæði norska ooog danska skattinum, skila öllum pappírum af mér og þessvegna með öll mín skattamál á hreinu.
Síðan les ég intensiv medicin nánast í öllum mínum frítíma og þegar ég tek mér frí frá þeirri bók, dreg ég stóru þykku bókina sem ég tók á bókasafninu um daginn í einhverju manisku kasti og les svosem eina sögu í henni. Bókin heitir „De islandske Sagaer“ og las ég „Gunløg Ormstunges saga“ í litlu pásunni fyrir hádegi í dag. Mjög áhugaverðar bókmenntir þar á ferð. Og báðar hvor annarri léttari lesningar.
Garðurinn er jafnflottur og þegar við keyptum húsið, því ég er búin að vinna eins og maur í honum og hef fylgt öllum mínum plönum eftir.
Ég er líka búin að taka til í fataskápnum mínum (því sumir af gestunum okkar kíkja í fataskápana) og er rétt í þessu að fara að taka eldhússkúffurnar í gegn.
Það eina sem er algjörlega að klikka er að magnoliutréð mitt blómstraði svona svakalega fyrir örfáum dögum síðan og nú liggja næstum öll blómin á jörðinni… eins og blómin á fallega japanska geislavirka kirsuberjatrénu hjá nágrönnunum. Og ég sem var búin að hlakka svo til að sýna stíffrosnu gestunum okkar þessi fallegu blóm.
Eeen… ef einhver er svo auðtrúa að trúa orði af þessarri færslu (nema um trén og blómin), er godt nok auðvelt að telja þeim sama trú um hvað sem er!!!
Vildi líka óska þess að ég væri búin að þessu öllu saman, en ég þykist nú bara ætla að hafa smá kvöldpartý fyrir skvísu lísu.
Nú krossum við bara fingur um að við fáum gott veður og munum svo bara að njóta hans í botn, með eða án blóma, með eða án hára, með eða án fata (nýrra fata) en pottþétt MEÐ fjölskyldu og vinum.
Njótið svo undirbúningsins næstu 14 daga ;o)