rigning hallelujah

Heyrðu, það er komin á snilldar ordning hér á heimilinu.
Fúsi ætlar að elda oní familíuna í heila viku. Og vaska upp… ég þarf ekkert að vaska upp.
Gvöð hvað ég hlakka til. En samt ekkert vera láta það fréttast! Svona hina og þessa vegna… t.d. Snorra og Gauta.

Ég var úti að hjóla um daginn og fór m.a. á ströndina og sólaði mig með mp3 spilaranum. Svo varð mér mál. Reis upp og hoppaði upp á hjól og þurfti lífsnauðsynlega að koma við í kaupfélaginu. Komst klakklaust í gegnum það verkefni með fæturna í kross og Leonard Cohen hátt stilltann. Parkeraði síðan hjólinu hérna fyrir utan og hljóp upp, þá með lagið Hallelujah í eyrunum. Og akkurat þegar ég sest niður og slaka á ótrúlega vel þjálfuðum kjallaravöðvunum kemur flottasti kaflinn i laginu… Hafiði prófað þetta??? Ef ekki, þá mæli ég með þessu.

Í dag var ég líka úti að hjóla. Eða bara að hjóla heim úr skóla. Ferlega heitt, yfirborðshiti líkamans míns fór yfir mín mörk. Hjólaði heim, sótti ýmislegt og hjólaði aftur út og þa´bara á hvítu þunnu sumarflíkinni. Og þa´kom rigning, einmitt þegar ég var að hjóla yfir Kong Christians X brú. Hvergi skjól, nema kasta sér í sjóinn, helt ærligt, örugglega þurrara þar en upp á brúnni. Ég hjólaði yfir á Jótland, sinnti mínum erindum og til baka í sömu rigningunni, því skaðinn var skeður hvort sem var.Hljóp svo inn í 2 búðir á göngugötunni þar sem ég er á síðasta snúningi með allt. Varð að klára þetta dæmi. En omg hvað ég var blaut… aðofanflíkin var hreinlega algjörlega gegnsæ og það bara rann úr mér. Tókst að eyða ótrúlega miklum pening miðað við aðstæður. Finnst samt að ég hefði átt að fá borgað.. ég var blautust í þessari blautbolakeppni… var ekki annars keppni???

Annars var helgin þrælvelheppnuð. Stundaði hreyfingu, át og “kaffi”drykkju. Aldís og ég fórum á línuskauta og sinntum félagslegum þörfum okkar í leiðinni. Kíkti svo í “kaffi” til Stínu og kíktum við í “kaffi” niðrí bæ… gjörsamlega óvænt og spontant. Var ótrúlega heppin með félagsskap þar… enda átti ég það inni hjá Zansi eftir að hafa verið óheppnust í svo ótrúelga mörg skipti. Gat diskuterað fótbolta (enda mikilvægur leikur fyrir alla framundan) og blásið upp nokkrar blöðrur á tánnum á mér. Síðan hjóluðum við Stína bara heim… enda allar í hollustunni. Og síðan var eitt af þrennu sem hægt er að gera á sunnudögum sem þessum gert í gær. Farið í barnaafmæli með fullt af góðum mat. (hitt er byfest og ringridefest með börnin). Shitturinn hvað ég taldi mig heppna.
Enda er ég alveg bara lucky girl núna.

EF þið kvittið vandið þá til orðavalsins… plís.

3 Responses to “rigning hallelujah

  • Mikið ertu nú alltaf dugleg að hjóla Dagný, dáist að því og bara þið öll. Vildi að ég gerði eitthvað meira en að hugsa um það að hjóla, en ég svo sem reyndi hérna í vor og ekki endaði það sérstaklega vel.
    En njóttu þess nú að Fúsi skuli ætla að vaska upp og elda í heila viku ;o)
    Knús, Begga

  • Hafdís
    18 ár ago

    Vel upp alinn þessi maður sem þú átt Dagný….njóttu vikunnar.
    Kveðja Hafdís

  • elska ad hjóla… 😉

    takk f komuna

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *