veðrið

Þetta er eins og veðrið gerist best á Íslandi, svo það er

best að byrja hér:

+15°C

Fólkið á Spáni notar kuldaúlpur og þykka vettlinga.

Íslendingar liggja í sólbaði.

+10°C

Frakkar reyna af vanmætti að fá kyndinguna í gang.

Íslendingar planta blómum í garðana sína.

+5°C

Bílar á Ítalíu neita að fara í gang.

Íslendingar fara að gamni sínu í bíltúr á Saab druslunni.

0°C

Eimað vatn frýs.

Vatnið í Hvítá verður aðeins þykkra.

-5°C

Fólkið í Californíu frýs næstum til dauða.

Íslendingarnir grilla í síðasta sinn áður en veturinn

skellur á.

-10°C

Bretar byrja að kynda húsin sín.

Íslendingar byrja að nota langerma boli.

-20°C

Götusalar byrja að flýja frá Mallorca.

Íslendingar enda miðsumarshátíðina. Haustið er gengið í

garð!

-30°C

Grikkir deyja úr kulda og hverfa af yfirborði jarðar.

Íslendingar hætta að þurrka þvott úti.

-40°C

París byrjar að gefa eftir kuldanum.

Íslendingar standa í biðröð við pylsuvagnana.

-50°C

Ísbirnirnir byrja að flykkjast burt frá Norðurpólnum.

Íslenska landhelgisgæslan frestar björgunaræfingum, í von

eftir alvöru

vetrarveðri.

-60°C

Mývatn frýs.

Íslendingar leigja sér spólu og halda sig inni við.

-70°C

Jólasveinninn heldur í suðurátt.

Íslendingarnir verða pirraðir því þeir geta ekki geymt

brennivínið sitt

úti.

Íslenska landhelgisgæslan setur í gang björgunaræfingar.

-183°C

Örverur í mat lifa ekki af.

Íslenskar kýr kvarta yfir handköldum bændum.

-273°C

Öll atóm staðnæmast vegna kulda!

Íslendingar byrja að tala um að það sé kalt úti.

-300°C

Helvíti frýs!

Ísland vinnur Eurovision

8 Responses to “veðrið

  • Jaxlar þessi íslendingar… ég hlýt að vera með spænskt blóð í æðum, gæti alveg átt það til að fara í kuldaúlpu í 15 stiga hita.
    Góða helgi!!!!
    Kv. Begga kuldakreista

  • Ég sakna ykkar

  • maggitoka
    19 ár ago

    fer að halda að þú sért komin með fordóma gagnvart íslandi!

  • B. thá kemur lobban ad gódum notum 😉

    S. miss u 2

    M. hvad meinardu… ég er svo innilega fordómalaus almennt! en thetta er nu ekki frumsamid, bara okkar eina von i eurovision 😉

  • Alveg sammála þessu, þegar búin að finna mér síðerma þegar stigið fer í +20, Maður verður bara kuldaskræfa eins og hinir. Gaman að fylgjast með hvað suðurbúar eru að bralla þessa dagana. Gangi ykkur vel
    Kveðja Alda, Floridabúi

  • Fyndið, mjög fyndi, hrein snilld og húmor að mínu skapi.
    Gangi þér vel í prófunum sem að ég geri ráð fyrir að séu að hrinja yfir þig um þessar mundir (á eftir verkefnaskilahruninu !!)
    Kveðja Hafdís.

  • A. gaman ad sjá thig Alda á medal lesenda… væri alveg til í ad vera i Florida núna… í logni!

    H. já thad er víst hægt ad brosa útí annad 😉 takk en engin próf fyrr en í janúar… bara verkefni fram ad jólum 🙂

    takk fyrir kvittid

  • Ég er nú alveg sammála henni Beggu… ég er sko kuldaskræfa líka…eins gott að eiga mikið af góðum og hlýjum vetrarfötum núna…Tala nú ekki um lopann….
    knus Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *