Naggrísirnir 5

Ég er farin að fá daglegar fyrirspurnir um naggrísina okkar… fólk spyr hvernig þeim líði, hversu mörg séu á lífi en þó mest um kynlífið þeirra. Hef engu ljóstrað upp síðan í síðasta naggrísabloggi fyrir meira en ári síðan.

En nú segja tilfinningar mínar að það sé komin tími á fréttir. Fréttir af fallega búfénaðinum mínum 🙂

Beatrix býr með Rosalie og getur því ekki verið fylfull. Hún er bara svona óhemju feit! En samt falleg og góð. Hún skilur mig alltaf betur og betur og þekkir hljóðið í hjólinu mínu þegar ég kem heim. Bráðgáfað kvikindi. En ekki nógu gáfuð til að vera ekki svona feit og passa upp á bakið á sér… er ekki viss um að hún viti að hún hafi bara eitt bak og að ég ætli ekki að splæsa á hana bakaðgerð þegar hryggjarsúlan gefur sig undan spikinu. Hún er samt eiginlega uppáhaldið mitt.

Rosalie er bara sæta spætan og á aldrei bad hair day! ALDREI… alltaf með glansandi fullkomið hár. Mjög pirrandi naggrísartýpa!

Síðan eru það strákarnir… þeir búa í öðru húsi.

Bill er elstur og forfaðir þeirra allra (nema Beatrix). Bill er kronisk graður og því oft kallaður gamli graður. Við vitum um þetta ástand á honum, því að þegar við snúum honum á hvolf, þá stendur dimsinn beint upp í loftið. Og hann notar hann ekki neitt því hinir strákarnir eru engir hommar. Stend í samningarviðræðum við þvagfæraskurðlæknana á gömlu deildinni minni um að framkvæma á honum „dimsektomi“.

Senor Peregrino er tröllvaxin. Aldís segir að ef hann væri manneskja, þá væri hann stór nískur skrifstofukall ásamt því að vera feitur og frekur. Hann er líka mjög selvcentreraður og kannski ögn borderline, sem kemur fram í vöntun á skilningi á tilfinningum annarra naggrísa.

Liesel Meminger er ofboðslega fallegur… hann er svo grannur, glansandi og smávaxin, minnir mig stundum á sætan ladyboy. Hann er líka svo viðkvæmur að manni langar til að hugga hann, þó ég hafi aldrei séð hann gráta.

Þannig að það er svosem lítið að frétta af naggrísunum okkar… þau lifa núll kynlífi, bíta gras og kúka. That´s it!  Ef ég skyldi hafa kveikt í löngun einhvers til að eignast naggrís þá er Senor Peregrino til sölu. Hann er fallegt, vinarlegt, kelið og gáfað gæludýr 🙂

Nú ætti fólk að gera spurt mig um e-ð annað en naggrísina. T.d. hvernig okkur líður.

2 Responses to “Naggrísirnir 5

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *