Shopping í Kolding eða Odense?
Finnst alltaf jafnskrítið þegar ég keyri heim frá Fredericia að það skuli vera eins veður þar og í Sönderborg. Gróðurinn er líka eins. Stundum finnst mér að það eigi að vera snjór heima og stundum finnst mér að það eigi að vera meira sprungið út. Allavega á ekkert að vera eins og í Fredericia. Líklega því að það tekur rétt rúml kl.t. að keyra heim. Svipað og að fljúga frá Reykjavík til Aglastaða. Og þar var veðrið aldrei eins. Ekki heldur gróðurinn. Ég keyri reyndar aldrei sjálf heim… sit bara afturí og sef. Vakna svo alltaf jafnhissa!
Og þótt manni finnist að það eigi að vera öðruvísi veður heima og í klt. í burtu, þá finnst manni það alveg einkennilegt að það skuli ekki vera eins veður annarsstaðar í landinu.
Ég er nefnilega komin í hættulega tímaþröng með fermingarkjól á mig… og það er náttl ekkert til heima… langar í e-ð annarsstaðar frá. Þá væri náttl tilvalið að fara í kjólashopping á morgun þar sem við erum búin kl 14 í skólanum.
Odense hefði verið skynsamlegasta valið… þangað er ég 36 mín að keyra því það eru 56 km. En á morgun á að vera ausandi rigning og 14 m/sek. En þar er göngugata!
Kolding er í hina áttina og þangað er ég 21 mín að keyra því það eru 24 km þangað. Þar er sól á morgun. En Kolding er með vonlausa göngugötu!
En þetta fattar ekki nokkur maður. Að það skuli vera algjörlega sitthvort veðrið þar sem er bara 54 mín að keyra á milli. Og ekki eru fjöllin með sinn þrýsting til að trufla veðrið. Það eina sem er á milli er smá lækur.
Þetta er alveg sama ruglið með flóðið og fjöruna. Það er engin regla á því fyrirbæri. Í síðustu viku fór ég í göngutúr niður á ströndinni og rennblotnaði í lappirnar því það var greinilega flóð. Daginn eftir fór ég aftur á sama tíma, kl 16, og ákvað bara að labba upp á kantinum. En nei nei það var bara fjara! Ég tuðaði yfir þessu við sambýliskonu mína og þá fór hún að tala um háttvant (höjvand), að það væri ekki það sama og flóð. Það er þá til e-ð sem heitir höjvand og lavvand og flod og ebbe. Ég fór og tjekkaði á netinu hvenær hvað væri í vestan megin við Litlabeltið, en fann ekkert. Og ég nenni ekki að grúska meira í þessu eða reyna að fatta muninn, og vindinn og aðdráttarafl tunglins og skilvindulögmálið sem kemur inn í öll þessi fyrirbæri.
Finnst bara að veðurfræðingarnir eigi að taka sig saman og útskýra þetta fyrir fólki eins og mér sem svo svakalega háð veðrinu.
buenas noches
Þú ávallt jafn orðheppin kona.
Langt síðan ég hef litið hér við.
Ætla að leggja það í vana minn að koma oftar við hérna.
…….. og að sjálfsögðu að kvitta í hvert og eitt einasta skipti!!!!