týpiskt þriðjudagsblogg e. hádegi

Well well kære folks

Muniði um daginn þegar ég sagðist ætla fara á klúbbkvöld í intersport og eyða fullt af peningum… 15% afsláttur…af nýjum vörum… yeahhh.

Fór með píurnar í fötbolta – handbolta – sund – ymislegt vöru innkaup.
Intersport var útroðin af fólki eins og mér (nema ég hef aldrei verið intersport aðdáendi, eiginlega bara alveg öfugt). Jííí við fundum einn sundbol (kannski) og takkaskó. Vantaði bara nr fyrir neðan. Stilltum okkur í skóþjónusturöðina þar sem Claus var að þjónusta. Vorum 1. í röðinni. Þegar ég var búin að bíða í 20 mín hennti ég vörunum frá mér og tilkynnti börnunum mínum hátt og skýrt að við færum bara í Sportmaster á morgun. Þyrftum sko ekkert klúbbkvöld til að fá aflsátt þar.

Fórum daginn eftir og það stóð við heima, vældi aðeins í Kim um hvað intersport væri ömurlegt og fékk meiri afslátt en ég hefði fengið í intersport.

Nú boykötta ég 99% á Intersport.

Á fimmtudagskvöldið skutlaði ég mínum manni á skadeklinikina (slysaklinikina). Ákvað að bíða með honum þar sem þetta gat nú ekki tekið langann tíma. Okkur var vísað inn í stofu 1 og sagt að bíða þar.

Við vorum alein í heiminum… voðaleg þögn og enginn á ferli.
Ég fór að ganga um stofuna og skoða. Svo eru náttúrulega billjon litlar skúffur þarna með fullt af spennandi dóti. Ég fór að ögra Fúsa og þykjast ætla að kíkja í skúffurnar… opnaði 2 pínu. Fúsi alveg brjálaður. Svo nennti ég því ekkert meira. Fór bara að herma eftir göngulagi fólks og bora í nefið. Svo fór ég að dansa við einvherja mynd á veggnum. Síðan masseraði ég í kringum Fúsa eins og hermaður… þá sá ég myndarvélina í horninu.
Stína mín, ef þú lest þetta… eru þær með kveikt á skjánum í afgreiðsluborðinu???

Á föstudagskvöldið fórum við út að borða… Aldísin mín valdi stað. Hún valdi mongolian. Eftir það skutluðum við Fúsa okkar heim, nenntum nú ekki að dröslast með hann með okkur á djamminu. Fórum og hlustuðum á Bamses venner og Svala dansaði af lífsins sálarkröftum í rigningunni.
b
Ég stóð bara grafkjurr undir regnhlifinni með Aldísi mér við hlið. Svala dró okkur reyndar alltaf nær og nær sviðinu og enduðum við alveg upp við sviðið. Stelpurnar skemmtu sér svaka vel, enda þekktu næstum öll lögin, bæði þeirra eigin og hin. Og ég varð að droppa regnhlífinni upp við sviðið og reyna að einbeita mér að öðru en ALLRI málningunni sem lak niður í stríðum straumum.

Horfðum svo á flugeldasýninguna sem mér finnst alltaf svo flott. Skotið upp hinumegin við sundið og mikið vandað til verks. Áfhverju eigum við ekki bát sem liggur þarna og þá hefðum við getað setið þurr í ullarskokkunum með góðann drykk í bolla og notið sýningarinnar eins og þjóðverji?

Annars eyddum við restinni af helginni með gestunum okkar frá Köbenhavn, þeim Baldri, Gunnu og yndislegu börnunum þeirra.
Kíktum í bæinn og til Handewitt í mat.
Gaman að fá þau, þyrfti bara að vera svona hittingur oftar.

Ég hef ekki skrifað neinar einustu bonderövs (sveitalubba) kveðjur hérna inn í langann tíma. Er ekkert hætt því, bara e-ð sem liggur ekkert á.

Viktor Nói bróbarn afmæli 21/6
Sigrún og Jói fæðing 22/6 minnir mig
Ma lillebror afmæli 24/6
Kristrún vinkonubarn afmæli 7/7
Elva Rakel og Halli fæðing 15/7
Pabbi afmæli 28/7
Selma Björt vinkonubarn 27 eða 28/7
‘Eg sjálf 2/8 heppnust
+ jóna byndís vinkonusystir
+ fullt af fólki sem ég man hvað heitir
Stebbi og Begga fæðing 3/8
Finnur afmæli 6/8
Stebbi afmæli 9/8
Pabbi afmæli 16/8
+ Mark Novotny
Mamma afmæli 17/8
+ madonna
Trine afmæli 18/8
ALDÍS ANNA 19/9
+ stebbi þrándur
+ ísak skipstjóri
+ ísak unglingur
+ kronprinsesse mette marit
+ fleiri sem ég man ekki og þekki ekki.

Svo á fullt af fleira fólki afmæli í ágúst, man bara ekki hvenær og hvað allt fólkið heitir og sumt er dáið…á maður samt að senda kveðju???

Hei já… fúsi var búinn að tilkynna “afstungu” frá og með morgundeginum og til sunnudags… til Aarhus. Og ég byrjuð að tékka á landinu með fókus á gleðskap á laugardagskvöldið. Svo er hann kannski bara að fresta þessari ferð. Noh ekkert rugl á mér næstu helgi. En þið partýglöðu… ef Fúsi stingur af eina helgina fljótlega… eigum við þa´ekki að hittast… gætum kallað þetta dvd (bridgetjones) kvöld….

Jæja gengur ekki lengur að sitja bara og rugla e-ð í sjálfri mér og ykkur. Finn hvernig rassinn flest út með hverri mínutunni.

Over and out

3 Responses to “týpiskt þriðjudagsblogg e. hádegi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *