facebook kæra facebook

Hvað gerði maður ekki án facebook (FB)…? þar sem allt gerist, maður hefur sín lífsnauðsynlegu samskipti við alla og veit allt um alla! Hreinlega allt… og miklu meira en maður kærir sig um! Statusar sem maður rekst á óvart og náði ekki að loka augunum fyrr en of seint. Og nú á maður alltaf eftir að hugsa um viðkomandi sitjandi á klósettinu með niðurgang af því að það var auglýst á facebook. Og ég hata niðurgang. Og finnst líka ógeðslegt þegar annað fólk er með niðurgang. Og svo veit ég líka um konu á höfuðborgarsvæði í Evrópu sem er með kroniska blöðrubólgu! Þetta á eftir að vera hennar brennimerki í mínum huga forever. Sorry fólkens, svona hlutum get ég bara ekki horft framhjá.

Hinir ýmsu samskiftaráðgjafar (kommunikationsraadgiver) og facebook analytikere (greiningarmenn/konur) keppast um að greina facebooklifnaðinn í dag og ræða þetta fram og til baka. C.B. Skov sem er það fyrrnefnda, segir að klára, mikið menntaða fólkið sé hætt að gera statusa og ungir komi minna og minna inn á FB. Hann segir að það sé lágstéttin sem statusar eins og það sé heimsendir á morgun. Allskonar óþarfa statusa.

Síðan er það M. Lemberg sem er facebookgreiningarmaður, sem heldur því fram að allir þessi óþarfa statusar séu líka til í töluðu máli. Ef maður hugsar sig um í ca 3 sekundur er það líklega mjög líklegt. Allavega í mörgum tilfellum. Hann segir að „óþarfa“ FB-statusar séu jafnnauðsynlegir og daglegt small talk og með til að „brjóta ísinn“ og skapa margskonar sambönd milli fólks.

Á hverjum degi undra ég mig yfir statusum, hlæ að statusum, fæ kjánahroll, hneykslast, samgleðst, samhryggist og hristi hausinn… og geri svo minn eigin snilldar status sem aðrir fá kjánahroll útaf, hneykslast, hlægja að eða samhryggjast…

Tökum nokkur týpisk statusardæmi:

  • „Litla dúlluprinsessan líklega að taka sína 3ju tönn, allavega slefar þessi mús mörgum lítrum og grætur svo undurfallega allan sólarhringinn“ Vonlaus status! Mér finnst krakkaslef ógeðslegt (þurrkaði mínum eigin dætrum þar til blæddi) og gæti ekki verið meira sama og finnst ekkert eðlilegra en þegar börn taka tennur… ef barnið er orðin 4ja ára og vitatannlaust, talið þá við tannlækni… og ÞAÐ væri fréttnæmt.
  • „ohhh enn ein nótt þar sem ælupestin ræður ríkjum… allt rúmið, allt gólfið, öll fatahrúgan og allt baðherbergið ÚTÆLT… við ældum nefnilega öll 5 í alla nótt… omg hvenær batnar okkur eiginlega?“ Fólk sem gerir svona statusa á ekki von á mörgum gestum næstu mörg árin því allt húsið og í rauninni öll lóðin lyktar af ælu í huga fólks…
  • „Lífið er svoooo dásamlegt… <3<3<3“ … kjaftæði, lífið er ekkert dásamlegt… Japan að eyðast upp, Líbya í rugli, Fúsi og ég þurfum að borga helling til baka til skattsins, fólk flytur frá manni, pósturinn heimtar póstkassa útá götu og sveitafélagið hefur enn ekki veitt mér heimilshjálp þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir, bæði símleiðis og bréfleiðis.
  • „Ljóti Steingrímur og enn ljótari Jóhanna… dö ved kölle, aaarg“… Orðljótir statusar þar sem opinberu fólki er óskað dauða og djöfli… maður hristir bara hausinn… fólk, do something í ykkar eigin málum!
  • Hor og aftur hor… „ … hér með er stranglega bannað að gera horstatusa því öllum er nákvæmlega sama hvort maður sé með hor eða ekki… látið aðra vita ef þið eruð alvarlega veik og ef þið þurfið á hjálp að halda… ég vill alveg hjálpa 🙂
  • „Er að borða djúsí súkkulaðiköku… MÚMS“ … Drepleiðinlegir statusar, því manni langar bara líka í svoleiðis og svo er þetta „MUMS“ orð (danska) alveg óþolandi orð!
  • Svo eru það allir montstatusarnir… „hljóp 775 metra áðan og náði púlsinum upp undir 200… duglega ég! :)“….eða  „búin að baka, prjóna, stunda kynlíf á 6 stöðum í húsinu, þrífa allar 545 rúðurnar í húsinu, fara á fimleikasýningu hjá yngstu prinsessunni og fótboltaleik hjá unglingnum, hjálpa nágrannanum að smíða búr fyrir hænurnar og halda 18 manna matarboð í dag :)“ …og hvað vill maður með þessum statusum? jú það segir sig nú sjálft… mann þyrstir í komment á borð við: DUGLEGA frænka, DUGLEGA þú, þú ert svo DUGLEG, DUUUGLEEEEG, vildi ég væri eins DUGLEG og þú, þú er DUGLEEEGUST… og alltíleinu eru 45 komment um það hvað maður sé DUUUGLEEEG og maður verður svo montin og ánægð og enn duglegri að maður gerir svona „montstatusa“ nánast á hverjum degi og alltaf halda „DUUUGLEEEGU“ kommentin að streyma inn.
  • Og statusarnir þar sem fólk segir „var að vakna“, „ætla að ryksuga“, „er að elda kvöldmat“ osfrv. ÞESSIR statusar gera mig glaða, því þá veit ég að allt er í lagi… meira vesenið ef einhver skrifaði „ætla ekki að vakna“, þá þyrfti maður að fara og tjekka á viðkomandi og evt hringja á sjukrabíl og alltí rugli!

Mér finnst allir statusar ómissandi… líka þeir sem eru svo innilega óþarfir og fáránlega opnir að maður fær alveg kjánahroll… ég myndi ekki vilja vera án þessara „frétta“ og það er líklega vegna þess að mér þykir vænt um alla facebookar vinina mína, þó mismikið (og mjög mismikið vænt um fyrirtækin) og ég er líka af forvitnu bergi brotnu og vill fylgjast með. Og þannig er ég alltaf fyrst með fréttirnar á heimilinu þar sem Fúsi er ekki á facebook og get slúðrað í svo mikla hringi að Fúsi tekur stundum í axlirnar á mér og segir mér að logga út af facebook í huganum.

Og linkar… hrein inspiration! Hvort sem það gildir tónlist, greinar eða verslunarmöguleika…

Eins finnst mér myndir yndislegar, nema sónarmyndir. Verð alltaf jafnhissa á því hversu mikið fóstrið líkist bæði Aldísi og Svölu minni og mig grunar grey Fúsa alltaf um massivt framhjáhald við hverja sónarmynd…hættið að setja inn sónarmyndir! Þetta er að rústa sambandinu okkar!

7 Responses to “facebook kæra facebook

  • Begga Kn.
    14 ár ago

    Þú ert svo frábær Dagný!!! ;o)
    Gaman að koma heim í helgarfrí og lesa hjá þér bloggið
    Góða helgi skvísí 🙂

  • Ásdís frænka
    14 ár ago

    Alltaf jafn góð..

  • María Huld
    14 ár ago

    haha. Alltaf gaman að lesa frá þér, Dagný 🙂

  • þú ert alveg hreint kostuleg. Já og hvernig komment færð þú svo hér! Ekki ólík DUGLEG kommentunum, þeir sem kunna ekki að skrifa verða að vera duglegir í einhverju öðru til að fá hrós! Hver elskar ekki hrós.

  • Heiðbjört
    14 ár ago

    Hrikalega skemmtilega lesning frá þér, kemur manni sko í sólskinskap 😀

  • Sólrún
    14 ár ago

    Dugleg ertu !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!…..nei án gríns, alveg meirirháttar skemmtileg og fyndin bloggin þín. Gefur lífinu sko gildi 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *