með vitneskjuna í buxunum!
vá hvað ég hlakka til að fara heim á morgun…hlakka svo til að afhenda gjafirnar sem ég verslaði í Odense í gær 🙂 Og christ hvað við náðum miklu í gær… náðum faktisk 3 kaffihúsum og ca 30 búðum… þetta væri fínt að gera að vana. T.d. á hverjum degi eftir skóla! Myndi passa mér fínt 😉
Sit eiginlega bara upp í rúmmi núna í bed and breakfast og vorkenni sjálfri mér… svona vorkun: ég er svo einmana, ég er að verða feit, hef engan til að knúsa… og svo framvegis!
Hlusta bara hvern gamla kallinn á fætur öðrum á utube! kikna alltaf svoldið í hnjáliðunum við þessar gömlu raddir og verð svo rómantísk.
Hafiði ekki séð „brandarann“ sem margar feitar konur pósta á facebook, um að ástæðan fyrir því að þær séu feitar, sé sú að þær eru svo gáfaðar að það er ekki meira pláss í knollinum og þessvegna setjast gáfurnar á aðra vissa staði líkamans? Þetta held ég að ég sé að upplifa… ekki það að ég sé e-ð sérstaklega gáfuð (frekar takmörkuð og minnislaus), heldur hef ég yfirfyllt toppstykkið. Það var alveg aukapláss þar í júlí síðastliðnum… og hef ég hægt og sígandi verið að fylla það upp með haustinu. Síðan mætti ég í skólann. Og hvað gerist þá? Jú fyrstu 2 dagana gengur þetta fínt, það er smá smuga í höfðinu fyrir ný fræði og mikið pláss í efri maganum fyrir hollan morgunmat og hellings pláss í neðri maganum fyrir sætabrauðið. Á 3ja degi er kollurinn fullur en alltaf nóg pláss í mögunum. En þá fer að síga á útlitslegu ógæfuhliðina. Allt um Shock´in, öndunarlífeðlismeinafræðina, blóðþurrðarhjartafræðina, gjörgæslusturlunina og allt hitt fer ekki inn í hausinn á mér… heldur sest þessi vitneskja utan á mig… og ég get ekki hneppt buxunum nema með átökum! Þarf virkilega að taka til í knollinum og henda óþarfa minningum og upplýsingum út!
Annars fór ég í göngutúr í dag… svona til að fá frískt loft. Þegar ég fer í göngutúra hérna, fer ég alltaf niður að strönd, niður að Litlabelti. Ég þarf bara að labba smá spöl niður að eldgömlum lýðháskóla og svo 5 skref og þá er ég komin útí sjó. Ég get bæði labbað til vinstri og hægri. Í dag labbaði ég til hægri… datt strax í dagdrauma og labbaði og labbaði. Snéri síðan við og labbaði og labbaði. ÞAngað til ég var ekki viss um hvað ég væri komin langt. Var þá viss um að vera komin framhjá háskólanum og snér aftur við. Labbaði og labbaði og gleymdi mér aftur í dagdraumum. Sá svo engan háskóla og snéri aftur við… og bara svona til að sýna að ég er orðin algjörlega óáttuð (því það er ekkert pláss í knollinum lengur) þá er ekki hægt að villast/ruglast á þessari leið! Kom heim eftir 75 min labbitúr sem átti í mesta lagi að vera 15 mín!
Kvitt… já og góða helgi 🙂