Danmörk-Frakkland

Þegar við vorum að leggja af stað heim á föstudaginn, eftir að hafa komið bílnum í lag, var ég svo viss um að það væri komið vor í Sönderborg. Ég hlakkaði til að hengja þvottinn út um helgina og finna lyktina af mygluðum gróðri. Ég hafði augun hálflokuð næstum alla leiðina og brá því heldur betur þegar ég steig útur bílnum á frosna jörðina. Bílstjóran sagði: „hey, það er búið að grafa djúpa holu á lóðinni þinni“… ég: „jörðin er frosin…“ Tók ekkert eftir þessarri afgirtu holu.

Ég fór inn og kallaði: „Hæ, átti ekki að vera vor hérna?“ Aldís sem var ein heima, sagðist ekki hafa orðið vör við neitt vor. Þannig að ég hef staðið í enn einni inniþurrkuninni um helgina. Þarf virkilega að fá vor í kroppin minn. Þessvegna póstar maður vorlaginu sínu á facebook á þessum tímum… (Jeg plukker flöjlsgræs)

Í dag er dagur stressins… líklega er öll þjóðin stressuð… Danmörk-Frakkland! Púlsinn eykst með hverri mínútu og maginn herpist. Þetta er sama tilfinning og þegar maður er að fara í próf. Þetta verður barátta og vá hvað ég vona og trúi að þetta hafist. Enda væri það ekkert nema sanngjarnt þar sem frakkar hafa ekkert með gullið að gera… ekki í handbolta. Handbolti er fyrir hvíta evrópubúa og kannski aðra hvíta útlendinga, en ekki fyrir svertingja (eins og frakkar nota í handboltann). Svertingjar eiga að vera í körfubolta! Eða hlaupa! Ekki í handbolta. Danir fundu upp handboltann og þessvegna er hann mjög evrópsk íþrótt og svertingjar eru enganvegin evrópskir!

Ég finn svakalega til með fólki sem þarf að vinna í dag kl 17 og getur ekki horft á sjónvarpið. Finn líka til með öllu fátæka fólkinu í heiminum sem á ekki einu sinni sjónvarp. En sem betur fer hefur stór hluti af þessu fólki ekki hugmynd um af hverju það missir.

Ég ætla að vera tilbúin þegar leikurinn byrjar… ætla að vera búin að pakka fyrir morgundaginn, búin að versla fyrir morgundaginn og búin að hreinsa málninguna framan úr mér. Þetta er svo mikið drama… fer að skæla ef þeir tapa og fer að háskæla ef þeir vinna… háskæli líka ef þeir fara á ráðhúsið og skæli eiginlega restina af vikunni. Vá hvað Danmörk verður að vinna því það er svo gott að skæla svona af gleði.

Á morgun hefst önnur skólavika ársins 2011. Í þessari viku verður öndunin allsráðandi. Anda inn, anda út, anda inn, anda út og halda svona áfram (annars deyr maður). Æ ef þetta væri svona einfalt… finnst öndunin í skólabókunum og í vinnunni oft frekar erfið… endalausar skammstafanir, tákn, formúlur og möguleikar. Er ekki frá því að hjartað sé auðveldara. Vona bara kennarinn sé góður og geti kennt þöngulhaus eins og mér svona geðveikt flókið stöff.

Held ég verði að fara út að viðra mig áður en líður yfir mig af spenningi… hittumst í anda kl 17 og sendum alla okkar sterkustu og jákvæðustu baráttustrauma til Malmö Arena!!! Gullið (og bronsið) verður að vera í Skandinavíu!!!

One Response to “Danmörk-Frakkland

  • Begga Knútsd.
    14 ár ago

    Úff… og það varð spenna í höllinni, vona að þú hafir ekki skælt of mikið og ef þú hefur skælt eitthvað þá hlýtur það að vera af gleði, því að þvílíkur karakter og baráttuandi danska liðsins er sko ekki á hverju strái… svo að mín niðurstaða er sú að það er ekki hægt að gráta þennan stórkoslega leik alla vega ekki nema af gleði þá…
    Gangi þér vel með öndunina í vikunni skvísí…
    Kv. úr efra holti ;o)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *