að nenna eða nenna ekki!!!

Nenni ekki:

Að sækja barnið mitt í fritids
Að versla í matinn
Að panta skólabækur
Að gera klárt í pappírum f þessa önn
Að taka meira til en grunntiltekt
Að hanga á þessu f…… neti
Að hanga í þessari tölvu
Að hafa rok í rassgati
Að fara niðrá löggustöð

Nenni að:

Versla allt annað en í matinn
Borða uppáhaldslakkrísinn minn (haribo)
Klóra mér allsstaðar
Hjóla ómarkvisst ef það væri ekki rok í rassgati
Gera ekki neitt annað en að láta mig dreyma um innkaup, ferðalög og kynlíf.

Grunnskólinn byrjaði í dag. OMG þvílík tilhlökkun hjá stelpunum mínum.
Reyndar var Aldís búin að hitta bekkinn sinn á föstudagskvöldið í garðpartýafmæli hjá einum gaurnum. Og foreldrarnir enduðu í algjöru hyggeríi með kaffi og kvölddrykki frameftir kvöldi. Það var ekki fyrr en Emma mín kom og sagði að pabbi sinn væri orðin áhyggjufullur að ég spratt upp og dreif mig heim. Var nátturulega búin að steingleyma að e´g væri með aukabarn sem þyrfti heim til SÍN….

Svala og bekkjarsystur knúsuðust og krömdu hvor aðra lon og don, enda lang síðan síðast, Svala hefur lítið verið heima í sumar.

Ég fylgdi þeim í skólann og fékk mér svo ómarkvissann hjólatúr úteftir. Kom fyrst við í Biva, fann ekkert þar. Fór svo í Idé möbler og þar fann ég fullt sem hæfir SU pungnum en keypti bara 3. Er algjörlega kaupóð þessa dagana. Tókst meira að segja að eyða nokkrum hundrað köllum í a-z í síðustu viku. Hlakka svo ótrúlega mikið til að fara í Intersport á fimmtudagskvöldið og eyða mörgum hundraðköllum.
Ég er nefnilega farin að slá garðinn sjálf og var einmitt að brenna íllgresi með logsuðutæki í dag. Spara þannig garðsláttumanninn burtu. Er líka farin að rukka fólkið sem skúrar stigagangana okkar. Ekki var ég að biðja um þessar skúringar… fullt af fólki sem truflar morgunhyggið mitt.
Annars var super gott að hjóla í morgun, hef ekki hjólað lengra en í vinnuna og niðrí bæ síðan stelpurnar komu heim. Hjólaði meira að segja hring í Ulkeböl útfrá Idé möbler.

Muna að:

Senda billjón gjafir útum kvippin og kvappin (búin að kaupa)
Koma vetrarjakka um borð í Norrænu til Seyðisfjarðar (ódýrara en pósturinn)
Skipuleggja félagslífið… (ótrúlega margir sem okkur langar að hitta og bjóða í mat eða e-ð)
Sækja barn

Ég get bakað bollur og gert vöffludeig og pönnukökudeig án þess að kíkja á uppskrift… ég slumpa bara… er ég nálgast það sem kallast húsmóðir??? Eða hvað flokkast ég undir???
Kannski er ég bara að verða rútineruð í heimilisstörfunum… er það gott?
Það er allavega mjög slæmt að vera of rútineraður í vinnunni…

Kannski einhverntíma í framtíðinni verð ég snillingur!!!

Vei, barn kom sjálft heim….

Ætla að gefa barni og vinkonu rútineraða fæðu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *