rúnturinn – íslenskan – steikt skyr og fleira

Svo komu prinsessurnar mínar heim!

Sønderborg – københavn – Aglastadir – københavn – Sønderborg

Á sunnudaginn var ég að vinna dagvakt, fórum svo í mat til Guldurs og Bannu (Aldís ruglaðist á Baldur og Gunna) í Köbenhavn og eftir það skrapp ég til Aglastaða að sækja píurnar sem biðu mín spenntar á Aglastaðaflugvelli. Gekk um borð í letneska vél (eða lithauenska) þar sem sætisbökin voru eins og í gamla Bronco. Þe.a.s. svo lág að allir hausar stóðu uppúr. Sá fyrir mér flugslysamynd þar sem allir hausar hristar til og frá. Flugfreyjurnar voru indælar… ein var yfirflugfreyja (eins og allstaðar) nema þarna fór það ekkert á milli mála.
Lenntum á Aglastöðum um kl. 0330 í viðeigandi veðri og svartamyrkri um hásumar. Þeystist í gegnum flugstöðina og komst í gegnum allar hindranir sem voru aðallega í formi humors sem ég var ekki að meðtaka. Heilinn í mér rúmaði víst ekki mikið meira en að sjá stelpurnar mínar og mömmu sem beið með þeim uppi.

Þar var skipst á gjöfum… ma fékk einn pakka og ég fékk 2 😉 Munaði litlu að ég hefði flogið til Kbh með Bónus poka í hendinni en það slapp. Í mínum huga er poki ekki bara poki.

Síðan var bara lige pludselig kallað útí vél aftur og af stað útí svarta myrkrið. En það lýstist nú upp þegar nær dró dejlige Danmark og var lennt um 0700 leytið um morguninn. Mikið ósköp gat ég leyft mér að vera uppgefin þegar ég afhenti Fúsa mínum stelpurnar. Með rafmagn í hárinu og allar slímhindur uppþornaðar skreyddist ég í framsætið á Hondu og féll í dá. Ég er nýbúin að eiga afmæli á fallegasta degi ársins og er því orðin enn þroskaðri og þoli því enn síður svona bíl/flug rúnta og vöku í yfir sólarhring. Ekki einu sinni á djamminu.
En Fúsi minn kom okkur á leiðarenda með einu morgunmatar/rúndstykkja stoppi og vorum við komin heim um 1130.

Svala mín komin inn í kerfið hérna og fer í röntgenkontrol á morgun en fuck, þetta gips er bara hálfnað samkvæmt ísl læknunum. Hef mikla meðaumkun með henni… fæ hálfgerða innilokunarkennd bara af að horfa á hana. Sennilega e-ð trauma sem liggur á dýpinu síðan í barnæsku. En hún hefur það líkamlega ágætt, fyrir utan að vakna aðeins á nóttunni.

Aldís er búin að “hanga” með Emma mest alla vikuna og eru þær að sofa aftur saman í kvöld. Síðan er garð/tjald party hjá einum bekkjarbróðurnum á morgun og er verið að undirbúa förina þangað.

María, krónprinsessa Dana, opnað tískuvikuna í Kaupmannahöfn…

Vá takið ykkur saman á mbl.is… hún er langt frá því að heita MARÍA. Manni getur nú sárnað. Og hættið líka að skrifa Friðrik, Hinrik og Margrét… Þótt Maríu nafnið sé lang lengst úti í þessu samhengi. Það er óþarfi að íslenska erlend nöfn… hefur ekkert með viðhald tungumálsins að gera. Annars segi ég bara Smögbugt um Reykjavík og Seyðisfjörður yrði … hugsi hugsi… EY=Æ Sæðisfjörður … Sædfjord eða Spermfjord… (tek það fram að Seyðisfjörður er einn uppáhaldsfjörðurinn minn)

Fórum í Rubækgaard í dag… í 2. skiptið síðan við fluttum. Og 1. skiptið var fyrir fjórum árum síðan. Þá var þetta tóm vonbrigði… ekkert varið í þessa bonderövs /sveitalubba búð.
En í dag er þetta orðið mikið flottara… bara ef maður horfir fram hjá öllum þessum dúllerísslaufum!!! Svala reyndi að prútta um 7 ára 50 kg hund sem leit út fyrir að vera 17 ára offitusjúklingur. Þegar það ekki tókst fór hún yfir í að prútta um einhverja fugla í búri frá Bali. OMG þessi börn. Hvenær skilja þau að dýr eru mest til að ríða á og borða. Hin geta verið annarsstaðar en heima hjá mér.

By the way getur maður borðað máva??? Hingað til hefur engin svarað mér. Ísl borðuðu svið vegna sults. Get ég ekki þá borðað máva vegna SU (ríkisnámsstyrkur)???

Annars var Fúsi að segja stelpunum lygasögu um mág langömmu. Þessi mágur steikti einu sinni skyr útá sjó. Þær voru svoldið lengi að fatta hvernig mávurinn hennar langömmu gat steikt skyr…

2 Responses to “rúnturinn – íslenskan – steikt skyr og fleira

  • Hjartanlega sammála þér – mínar næmu taugar þola heldur ekki þessa íslenskunafnaáráttu morgunblaðsins….er bara ekki að fatta afhverju þetta gildir bara um kóngafólkið..ég meina ekki er talað um Georg Runna forseta USA….
    ….og nei það er rétt poki er ekki bara poki :o)…OMG hefurðu hugsað dæmið til enda…ég meina trilla í gegnum København lufthavn með gulan Bónus í hendinni – gott þú fékkst þessu reddað. Annars bara góða rigningarhelgi :o)

  • Hafdís
    18 ár ago

    Kom hér við og mátti til með að kvitta og sýna þér þar með flottu stafina í nýju tölvunni minni 😉 Annars bara góða helgi.
    Hafdís.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *