brot og sól

Landis dópaður… allt í hershöndum í hjólasportinu. Þarna var hann nú ekkert sérstklega klár.

Akkúrat núna erum við að horfa á þátt þar sem 6 eldri herrar innrétta þanns 7. hús eftir Feng shui filosoffien. Þeir eru allir í losti enda svoldil ástæða til þar sem þessi filosoffi gengur nú svolitið útí öfgar. Vor herre bevares.

Aðfaranótt mánudags var lítill seyðfirðingur aleinn að ranglast á Kastrup, þrátt fyrir að keypt hefði verið fylgd frá Eg til Kbh. Og með ferðaskrifsstofu austurlands.

Í gær vorum við að gera okkur klár í að hjóla á Eric Clapton tónleika. Ætluðum að laumast á móti vindinum.
Á sama tíma voru prinsessurnar mínar að leika rosa skemmtilegann leik ásamt Kristrúnu á heyrúllunum á eiðum. Alltíeinu datt Svala ílla af einni rúllunni.

Rétt á eftir hringdi síminn hjá okkur með tilkynningu um handleggsbrot. Eric Clapton tonleikahjólatúrnum aflýst (Hans og A.G. sögðu að við hefðum ekki misst af miklu en við ætluðum með þeim).

Svala var röntgenmynduð og kom í ljós að bæði spólubeinið og olnbogabeinið var í sundur. Litla skinnið… enda framhandleggurinn þokkalega bogin. Aldís sá strax að hann var brotin. Reyndar sýndist Aldísi hún lenda á hálsinum og hélt hún hefði hálsbrotnað og dáið. Aldís varð frekar skelkuð svo vægt sé til orða tekið.

En Svala og amman voru fluttar á Nesk með sjúkrabíl og þar var hún svæfð og handleggurinn skorðaður. Þær voru svo sóttar í morgun af afanum og Aldísi.
Svala var þreytt og slöpp þegar i Eiða var komið og sofnaði með það sama.
Nú er hun með gips frá upphandlegg fram að puttum og þarf víst að droppa hestamennskunni, sundinu og rúlluhoppinu síðustu vikuna á íslandi.

Það er nú ekki þægilegt að vera svona langt í burtu þegar e-ð bjátar á, en þær eru ákveðnar ´því að halda fast í heimferðadagsetninguna og því verðum við bara að halda áfram að sleikja sólina og vinna okkar vinnu.

Annars gerum við lítið annað en að vinna, sóla okkur, þerra svitann og hanga með nágrönnunum. Fórum á ströndina í dag með Hans og A.G. og lékum okkur eins og börn í sjónum. Enda aldrei upplifað sjóinn svo heitann. Á morgun ætlum við á Sommer zonen tónleikana með þeim og hugga okkur með mat og alles. Þýðir víst lítið að leggjast í sorg og söknuð.
Helgarfríið nýtum við vonandi vel og eru ýmsir möguleikar í sigtinu.

Góða helgi

5 Responses to “brot og sól

  • takk begga f kvittid, en hehe ég thurrka sko afmér svitann í dag, frá kl. 7 i morgun og eru ermarnar a kirtlinum vel blautar 😉 thetta fer ad verda fínt. Er thad ekki…

    nu fer ég ad fylgjast betur med málunum tharna í nedri byggd.
    knus

  • Hæ hæ, já þetta var ágætis sjokk fyrir alla nær og fjærstadda en hún stendur sig eins og hetja og þær báðar. Við ætlum að kíkja til þeirra í dag og færa þeim eitthvað afþreyingarefni og kannski eitthvað gott líka. Lofa að knúsa þær frá ykkur og knús til ykkar
    kveðja Sessa

  • Dísa
    18 ár ago

    Æi, elsku snúllan að lenda í þessu. Vonandi grær þetta fljótt og örugglega og veldur henni ekki miklum óþægindum. Hún er auðvitað alger hetja að ætla sér að klára fríið á Íslandi eins og ekkert hafi í skorist…..
    Knús og kram..sjáumst vonandi um helgina.
    Dísa

  • Helena Mist og Guðný
    18 ár ago

    Hæ
    Vildi óska að við Helena værum nær frænkunum núna….vonandi grær þetta vel hjá Ásrúnu….algjörar hetjur þessar stelpur að klára fríið sitt eins og ekkert hafi gerst…
    sendum þeim knús og kossa…

    kv
    Guðný og Helena Mist

  • Dísa
    18 ár ago

    Hæ hæ Dagný. Til hamingju með afmælið í dag. Þú lítur alltaf jafn vel út (amk. síðast þegar ég sá þig), ekki deginum eldri en 25…. Vonandi áttu góðan afmælisdag.
    Knús Dísa

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *