Stillt

mánudagur, nóvember 14, 2005

Ef afi minn hefði lifað, hefði hann orðið 88 ára í dag. Samkvæmt Svölu er bloggheimurinn líka í himnaríki en þar sem afi er af allt annarri kynslóð kann hann ekkert á bloggið. En það eru líka börn í himnaríki sem geta sýnt afa bloggið og þess vegna segjum við… til hamingju með afmælið afi!!!

Sú stutta er alveg sannfærð um að þegar maður komi upp í himnaríki haldi maður áfram því sem maður gerði hérna… Fúsi tekur tölvuna með sér og ég “lækna” gamla fólkið og fólkið sem er lasið í hausnum. Ég er alveg sátt J

Svala spurði mig um daginn hvort ég vildi frekar vera engill eða góður draugur þegar ég dæi.
Ég spurði um kosti og galla og komst að því að samkvæmt kenningum hennar er líklega aðeins hentugra að vera engill. En skemmtilegra að vera draugur. Hún hefur alveg sínar skoðanir á guði, himnaríki og lífi eftir dauðann og verður reið ef maður mótmælir henni.

Þegar Fúsi sagði Aldísi að við værum að fara á Duran Duran, horfði hún framan í hann og sagði “ Nú já…eru þeir ennþá lifandi???

Um helgina fórum við á Tangshave (Praktikstaðinn) því mig vantaði fleiri upplýsingar varðandi verkefnið mitt.
Við kíktum á minn “íbúa” og svo kom ein af starfsfólkinu inn. Svala stillti sér upp fyrir framan hana og spurði hvort sjúklingarnir fengu oft pílu í sig??? Elin spurði hana hvað hún meinti… já svona pílu sem einvher skýtur í sjúklingana svona pannkk og blóð sprautast…. Sem betur fer túlkaði Elin þetta sem venjulega sprautu og svaraði að sumir fengju sprautu.
En Svala meinti alvöru indiánaör… greinilega búin að vera of mikið í www.rargo.rh.dk

Svala var að spá í að biðja jólamanninn um að pakka skógjöfunum inn í góðann pappír…
Hann er nú svo vænur maður, hann gerir það örugglega!!!

Aldís heldur að það sé ekki ráðleggt að kjósa A.P. Hansen vegna þess að borgarstjórakeðjan er svo þung, og hann er að eldast, og hann hefur sjálfur sagt henni að það sé svakalega erfitt að bera hana um hálsinn heilann dag.

Við Aldís vorum í bænum á laugardaginn og vorum að flýta okkur allmikið… þá kom Arne Peter hálfhlaupandi á móti okkur með einhverjum manni. Sem sagt líka á hraðferð. Hann lítur á mig og svo á Aldísi og segir svo brosandi hæ. Aldís var ekkert smá stollt því þetta var svona hæ eins og hann kannaðist við okkur… Hann hlýtur að muna svona eftir Aldísi og evt mér líka 😉

Og úr politikinni yfir í sportið…
Aldís fór á kostum sem markvörður um helgina… þær unnu báða leikina og hún fékk á sig 5 mörk af ótrúlega mörgum skotum. Þjálfarinn hrósaði henni í hástert í formi öskurs og í einum hálfleiknum tók hann hana og lyfti henni upp í loftið. Hún roðnaði eins og Ulkeböl litirnir.
Foreldrarnir kölluðu stanslaust “Flot Aldís…” og það var ekki leiðinlegt að vera mamma þarna eldsnemma á sunnudagsmorgni.

Um síðustu helgi, sko 5. og 6. var ég að segja við Fúsa að nú gengi ekki lengur að vera að liggja í rúmminu fram eftir um helgar. Að vera að fara á fætur um 10 og búin að setja upp pæjuna og fóðrast um 11:30 er bara alls engin nýting. Þannig að ákveðið var að gera átak. Fara á fætur ekki seinna en 8:30 og fara í búðir og leggja sig svo seinnipartinn þegar maður kemru heim úr búðunum.
Þessa helgina, var afmæli hjá Svölu kl 10 á laugardeginum og handbolti 8:30 hjá aldísi í gær.
Ok við skiptum okkur… Fúsi fór á fætur á laugardaginn og ég í gær. Ég dó næstum því.

Ég er að gefast upp á þessu bloggi, allt í rúst… commentin virka ekki (ekki er það nú vegna ofnotkunar…) og svo hvarf bara miðju hlutinn af blogginu í gær og engin kannast við neitt.
Já, comment… afhverju er fólk svona feimið við að commenta… sko þeir sem alltaf lesa en ALDREI commenta… veit nefnilega að það er frekar stór hópur… Merkilegt… það meiga allir lesa bloggið mitt, þess vegna er það opið. Og allir meiga commenta… nema öööhhh x kærastar!!! Eðlilega!!!
Kannski blöskra þeim sem eru pínu teprur skrifin mín… og finnst þetta asnalegt og vilja ekki láta bendla nafnið sitt við svona sorpskrif. Mér finnst ég pen í skrifum… ef ég myndi nú láta allt flakka sem ég hugsa mmmuuuhhhaaa. En bara i orden… mér er slétt sama um þessi comment, haldið bara áfram að lesa og hafa gaman af eða rúlla augunum af hneykslun. Því að í mínum taugum eru rafboð sem eru stjórnlaus og þau fara úr heilanum og fram í fingurgóma og svo missi ég stjórn á mér og lyklaborðið verður brennandi og ég rétt næ að stroka út það versta áður en einvher taugafruma öskrar SEND. Og þess vegna get ég lítið gert í þessu og litlu breytt.
En málið er að ég þarf að finna mér e-ð annað blogg… vitiði um e-ð cool og þægilegt?

Ekki get ég nú mælt með því að fólk sé að hætta að reykja og á SU. Þetta er engin smá kostnaður…ég er dýr en fúsi er rándýr… hann úðar í sig fínasta og dýrasta namminu úr kaupfélaginu, vaknar á nóttunni með titringa og hjólar út í Select ef ekki er til nammi í barnum. Ég þekki einn sem er oft á næturvöktum sem sagði mér þetta… ég varð ekkert vör við að hann væri að læðast út.
En einn morguninn þegar Fúsi hafði japlað á eyranu á mérum nóttina, vaknaði ég og heyrði nánast ekki neitt. Þá var eyrað á mér fullt af súkkulaði.

Luv ya all folks

5 Responses to “Stillt

  • Já commentin virka núna ..held ég. Þau eru yndisleg þessi börn..ótrúlegt hvað þeim dettur í hug að segja..og segja það líka..hehe. Já sem betur fer eru þeir í Duran ennþá lifandi..og við ætlum sko að skemmta okkur í tætlur á tónleikunum er það ekki…
    knus Disa

  • já vonandi virkar thetta núna… og vid verdum á lífi á Duran Duran 😉
    knus

  • Á lífi, það er nú eins gott að þeir séu sprelllifandi karlarnir í Duran Duran… Við erum jú á leiðinni á tónleika með þeim 😉
    En heldurðu að þú takir ekki skemmtilegheitin við að vera draugur fram yfir hentugleikan við að vera engill??? Þú getur örugglega ekki hætt að stríða svo að ég myndi giska á það 🙂
    Kær kveðja, Begga

  • ég ad strída… hvad meinardu!!! er alls ekki med en fíla drauga samt 😉
    hungry like a wolf…
    knus

Trackbacks & Pings

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *